Gríma - 01.09.1941, Blaðsíða 58
36
ANDRÉS A GESTREIÐARSTÖÐUM
ir voru glaðvakandi, og Ástríður, húsmóðirin, kom
fram í húsdyrnar og sagði: „Nú er auminginn kom-
inn. Fari nú einhver út“. Hún átti við Jens. Þá
vaknaði Kristján snögglega og sagði: „Já, það hlýtur
að vera Jens, því að Hárekur gat ekki gengið einn“.
Vinnukonan, sem vakti yfir Kxistjáni, fór ofan til
Sigurðar og sagði honum þetta, og kvaðst hann geta
gengið út, en til einskis yrði það, því að enginn hefði
farið upp á bæ í stað þess að koma að glugganum sín-
um, sem lægi við jörð og ljósbirtuna legði út um. Þau
fóru út og upp á bæ með ljós, en þar var ekki að sjá
far eftir fugl aukheldur annað stærra. Sigurður kom
inn þungur á svip. „Hárekur er dáinn“, sagði hann
og gekk í stofu sína. — Morguninn eftir var enn
logn og drífa. Þá fóru tveir piltar að leita og fundu
Hárek á sama stað, sem Kristján hafði skilið við
hann; en að Jens var leitað á hverjum degi í viku.
Fannst hann ekki fyrr en haustið eftir.
Sigurður í Möðrudal tók sér atburð þenna mjög nærri og
var hnugginn lengi á eftir. Hann vantaði eftir hriðina 90 fjár,
sem fennti eða hrakti til dauðs. — Hárekur, sem úti varð, var
sonur Bjarna Rústíkussonar, sem kallaður var rammi, og
Arnbjargar Einarsdóttur. Þau bjuggu í Víðirhólum, er þetta
var. Frá þeim hjónum er i Norðanfara 1870, no. 2, þakkar-
ávarp til Sigurðar í Möðrudal fyrir það, hve sómasamlega hann
hefði gert útför Háreks sonar þeirra og þar á ofan sæmt þau
hjón ríkmannlegum gjöfum.
Samhljóða frásögn Margrétar Jónsdóttur hér að framan er
»Bréf af Jökuldak í Norðanfara 1870, no. 6—7.