Gríma - 01.09.1941, Blaðsíða 64
42
HELFÖR JÓNS EGILSSONAR
tínsluna á heiðum fram af Vatnsdal. Hana langaði
mjög til að vita um afdrif Jóns Egilssonar og finna
lík hans. — Nokkrum árum síðar fann hún brot af
staf frammi á heiði, og nóttina eftir dreymdi hana,
að Jón kæmi til hennar og segði, að nú hefði hún
gengið slóðina sína og fundið stafinn sinn. En ekki
fékk hún neina nánari vitneskju. Liðu svo okkur ár,
en þá var hún einhverju sinni í grasaheiði og fann
þá karlmannsbelti í Kornsárhólum. Nóttina eftir
dreymdi hana, að Jón kæmi til hennar og segði, að
nú hefði hún fundið beltið sitt; þarna hefði hann
hvílt sig. Spurði Sesselja hann þá, hvar hann lægi
og hvar ætti að leita hans. Svaraði hann því einu, að
hún leitaði aldrei þangað. Fór Sesselja með beltið til
byggða, og könnuðust ýmsir við það, því að það var
af einkennilegri gerð.
Um 1880 fundust loksins bein Jóns vestur og fram
á Víðidalstunguheiði; hafði hann því haldið í norð-
vestur, beint í veðrið. Var það grasafólk, sem beinin
fann, og var það Hólmfríður nokkur Símonardóttir
frá Stóru-Ásgeirsá, sem fyrst kom auga á þau. í
hópnum var maður, er Sigfús hét; tíndi hann beinin
saman og hirti um þau, en nóttina eftir vitjaði Jón
hans í draumi og bað hann að leita betur, þar sem
beinin hafi legið, því að eitthvað af ristarbeinunum
hafi orðið eftir þar í grasinu. Þegar Sigfús vaknaði,
leitaði hann vandlegar en áður og fann þá enn nokk-
ur smábein úr ristinni. Flutti hann síðan beinin til
byggða, lét smíða utan um þau og jarðsetja í kirkju-
garði. — Fullvíst var um, að þetta voru bein Jóns
Egilssonar, því að hjá þeim fannst peningabudda
hans og tóbaksponta,