Gríma - 01.09.1941, Blaðsíða 64

Gríma - 01.09.1941, Blaðsíða 64
42 HELFÖR JÓNS EGILSSONAR tínsluna á heiðum fram af Vatnsdal. Hana langaði mjög til að vita um afdrif Jóns Egilssonar og finna lík hans. — Nokkrum árum síðar fann hún brot af staf frammi á heiði, og nóttina eftir dreymdi hana, að Jón kæmi til hennar og segði, að nú hefði hún gengið slóðina sína og fundið stafinn sinn. En ekki fékk hún neina nánari vitneskju. Liðu svo okkur ár, en þá var hún einhverju sinni í grasaheiði og fann þá karlmannsbelti í Kornsárhólum. Nóttina eftir dreymdi hana, að Jón kæmi til hennar og segði, að nú hefði hún fundið beltið sitt; þarna hefði hann hvílt sig. Spurði Sesselja hann þá, hvar hann lægi og hvar ætti að leita hans. Svaraði hann því einu, að hún leitaði aldrei þangað. Fór Sesselja með beltið til byggða, og könnuðust ýmsir við það, því að það var af einkennilegri gerð. Um 1880 fundust loksins bein Jóns vestur og fram á Víðidalstunguheiði; hafði hann því haldið í norð- vestur, beint í veðrið. Var það grasafólk, sem beinin fann, og var það Hólmfríður nokkur Símonardóttir frá Stóru-Ásgeirsá, sem fyrst kom auga á þau. í hópnum var maður, er Sigfús hét; tíndi hann beinin saman og hirti um þau, en nóttina eftir vitjaði Jón hans í draumi og bað hann að leita betur, þar sem beinin hafi legið, því að eitthvað af ristarbeinunum hafi orðið eftir þar í grasinu. Þegar Sigfús vaknaði, leitaði hann vandlegar en áður og fann þá enn nokk- ur smábein úr ristinni. Flutti hann síðan beinin til byggða, lét smíða utan um þau og jarðsetja í kirkju- garði. — Fullvíst var um, að þetta voru bein Jóns Egilssonar, því að hjá þeim fannst peningabudda hans og tóbaksponta,
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104

x

Gríma

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Gríma
https://timarit.is/publication/1422

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.