Gríma - 01.09.1941, Blaðsíða 99
12.
Hófadynurinn í Bessastaðanesi.
[Handrit Friðriks Ásm. Brekkans, eftir frásögn frú Jensínu
Egilsdóttur, Hafnarfirði, 1939].
Þannig hagar til, þar sem heyskaparfólkið úr Hafn-
arfirði hafði reist tjöld sín í Bessastaðanesi sumarið
1924, að þar eru tvær mishæðir allstórar, líkastar því
að væru dysjar fornar. Halda sumir, að það séu
dysjar, en ekki hefur það verið rannsakað, svo að
menn vita það ekki með sannindum. — Tjöld fólks-
ins voru reist mitt á milli þessara mishæða, því að
þar er slétt og gott tjaldstæði. Ekki hafði fólkið ver-
ið þarna lengi, áður en það þóttist verða vart við
ýmislegt, eins og gengið væri kringum tjöldin og
rjálað við þau og fleira af því tagi, en ekki voru þó
mikil brögð að því, og létu allir kyrrt vera; en þó
komst meiri umræða á síðar, að ekki mundi vera allt
með felldu.
Eitt kvöld er fólk allt úti við vinnu enn, og eng-
inn kominn heim að tjöldunum nema þær frænkur,
Jensína og Guðrún Einarsdóttir. Eru þær að matbúa
í öðru tjaldinu. — Þá heyra þær allt í einu gný all-
mikinn úti fyrir; færist þetta óðum nær, og heyra
þær nú að þetta er hófadynur, eins og þegar harð-
ast er hleypt mörgum hestum. Brátt er þetta komið
svo nálægt, að þær heyra másið í hestunum og
hringlið í beizlunum. En jafnframt heyra þær hljóð,