Gríma - 01.09.1941, Blaðsíða 96

Gríma - 01.09.1941, Blaðsíða 96
74 HAFMANNASÖGUR sem hann var kominn. Leið eigi á löngu, þar til er umbrot og skarkali mikill heyrðist að framan; færð- ust ólætin og hávaðinn inn eftir göngunum, og lék baðstofan á reiðiskjálfi. Kom síðan ófreskja nokkur inn að pallskörinni og grúfði sig inn á pallinn; var hún í mannsmynd, en svo stór, að hún fyllti alveg upp í dyrnar, svartblá að lit og hvelja á öllum búkn- um; handleggirnir voru ekki lengri en svo, að svar - aði til upphandleggja fram að olnbogum. Lagði þeg- ar megnan ódaun um alla baðstofuna, en allir sátu sem steini lostnir og þorðu sig hvergi að hreyfa. Lá óvættur þessi stundarkorn í baðstofudyrunum og hnusaði við, er henni varð litið á fólkið. Hundur, sem legið hafði inni á gólfinu, stökk þá á fætur og ætlaði að glefsa í óvættina, en hún sletti öðrum handleggsstúfnum í hausinn á hundinum, svo að hann molaðist, en heilaslettur og blóð hreyttist um allt gólfið. Eftir það þokaðist óvætturin aftur fram í göngin, og heyrðust þá aftur umbrot og ólæti, líkt og þegar hún var að brjótast inn í bæinn. Síðan datt allt í dúnalogn. Að nokkurri stundu liðinni reis karl upp úr sæti sínu og sagði, að nú væri öllu óhætt og mættu piltar ganga fram til þess að sjá verksum- merki eftir heimsókn óvættarinnar. Gekk karl fram á undan þeim, en þeir komu á eftir með hálfum huga. Hurðir allar voru mölbrotnar og bæjardyraþil- ið í spón þar á hlaðinu. Sagði karl við piltana, að þarna gætu þeir séð, hvað af því hlytist að fara ekki að sínum ráðum og hafa hátt á síðkvöldum þar við sjóinn. — Var talið, að óvættur þessi væri marmað- ur, er eftir dagsetrið hefði runnið á gauraganginn og hávaðann í landi. Svo er sagt, að allt fram á þenna dag varist menn í Vík að hafa hátt á síð-
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104

x

Gríma

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Gríma
https://timarit.is/publication/1422

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.