Gríma - 01.09.1941, Síða 96
74
HAFMANNASÖGUR
sem hann var kominn. Leið eigi á löngu, þar til er
umbrot og skarkali mikill heyrðist að framan; færð-
ust ólætin og hávaðinn inn eftir göngunum, og lék
baðstofan á reiðiskjálfi. Kom síðan ófreskja nokkur
inn að pallskörinni og grúfði sig inn á pallinn; var
hún í mannsmynd, en svo stór, að hún fyllti alveg
upp í dyrnar, svartblá að lit og hvelja á öllum búkn-
um; handleggirnir voru ekki lengri en svo, að svar -
aði til upphandleggja fram að olnbogum. Lagði þeg-
ar megnan ódaun um alla baðstofuna, en allir sátu
sem steini lostnir og þorðu sig hvergi að hreyfa. Lá
óvættur þessi stundarkorn í baðstofudyrunum og
hnusaði við, er henni varð litið á fólkið. Hundur,
sem legið hafði inni á gólfinu, stökk þá á fætur og
ætlaði að glefsa í óvættina, en hún sletti öðrum
handleggsstúfnum í hausinn á hundinum, svo að
hann molaðist, en heilaslettur og blóð hreyttist um
allt gólfið. Eftir það þokaðist óvætturin aftur fram
í göngin, og heyrðust þá aftur umbrot og ólæti, líkt
og þegar hún var að brjótast inn í bæinn. Síðan datt
allt í dúnalogn. Að nokkurri stundu liðinni reis karl
upp úr sæti sínu og sagði, að nú væri öllu óhætt og
mættu piltar ganga fram til þess að sjá verksum-
merki eftir heimsókn óvættarinnar. Gekk karl fram
á undan þeim, en þeir komu á eftir með hálfum
huga. Hurðir allar voru mölbrotnar og bæjardyraþil-
ið í spón þar á hlaðinu. Sagði karl við piltana, að
þarna gætu þeir séð, hvað af því hlytist að fara ekki
að sínum ráðum og hafa hátt á síðkvöldum þar við
sjóinn. — Var talið, að óvættur þessi væri marmað-
ur, er eftir dagsetrið hefði runnið á gauraganginn
og hávaðann í landi. Svo er sagt, að allt fram á
þenna dag varist menn í Vík að hafa hátt á síð-