Gríma - 01.09.1941, Blaðsíða 91
HULDUFÓLKSSÖGUR
69
þú getur markað af heimsókn hennar til þín í
skemmuna í gær. Get eg ekki varið þig fyrir
ásóknum hennar með öðru móti en því, að þú sért
til altaris hjá presti þínum og flytjir svo til mín að
fullu og öllu. Ef þú vilt þiggja þetta boð mitt, þá
skal eg þó sjá svo um, að þú getir heimsótt foreldra
þína einu sinni á ári og sömuleiðis verið til altaris
hjá mennskum presti einu sinni eða tvisvar“. Að
svo mæltu hvarf huldukonan, en Elín sagði frá
draum sínum morguninn eftir.
Seint um vorið var Elín látin fara á grasafjall með
fleira fólki. Hafði hún aldrei gert það áður og var
því seinust allra að tína. Eina nótt kom konan úr
Efra-Kampi til hennar í svefni og mælti: „Þegar þú
ferð á næstu göngu, skaltu ganga á bak við melhól-
inn, sem er hér skammt frá tjaldinu; þar muntu sjá
grös í lautinni, og þau máttu eiga“. Þegar fólkið
vaknaði um morguninn og gekk til tínslu, fór Elín
upp fyrir melhólinn og fann þar mikinn bing af stór-
um og fallegum fjallagrösum; troðfyllti hún poka
sinn, fór síðan til fólksins, sagði því draum sinn og
sýndi grösin til sannindamerkis. Gat enginn efazt
um, að hún segði satt, því að svo mikið hefði eng-
inn grasað á jafnskammri stundu. — Þegar fólkið
hafði grasað svo mikið, sem þurfa þótti, voru grösin
þurrkuð og síðan búizt til heimferðar. Var Elín þá
send til að sækja hrossin, sem sum voru í augsýn
frá tjaldinu, en sum í hvarfi. Sá fólkið til hennar, að
hún beizlaði þau hrossin, sem nær voru, en hvarf
svo sjónum þess; var beðið stundarkorn eftir henní,
en þegar hún kom ekki aftur, var farið að grennslast
um hana. Fundust þá beizlin á þúfu hjá hrossunum,
sem fjær voru, en Elín lá á bakinu og í öngviti spöl-