Gríma - 01.09.1941, Blaðsíða 83
HULDUFÓLKSSÖGUR 6Í
sem lá í laut skammt frá tjöldunum. Síðan kveður
konan og fer, en tekur klútinn með sér.
Um morguninn, þegar Ingunn kemur á fætur, vill
hún taka klút sinn, en hann er þá horfinn. Minnist
hún draumsins og segir hinum, en þær telja hann
markleysu og segja, að klúturinn muni finnast, ef
leitað sé. Ganga nú allar í að leita, en það kemur
fyrir ekki, þótt öllu sé snúið við í tjaldinu; ekki
finnst klúturinn. Líður svo dagurinn. Um nóttina
eftir dreymir Ingunni enn hina sömu konu sem fyrr,
°g þykir henni nú, að hún komi með klútinn í hend-
inni. Segist hún vera komin til þess að skila klútn-
um. Þakkar hún innvirðulega fyrir lánið, en segir,
að svo illa standi á fyrir sér, að hún geti engu laun-
að það eins og sé, en hafa skuli hún það í huga síð-
ar, ef hún geti gert Ingunni einhvern greiða. Því
næst hengir hún klútinn ofan á fötin á staginu,
kveður og fer.
Um morguninn þegar fólkið vaknaði, sá það allt,
er í tjaldinu var, hvar hinn týndi skýluklútur hékk
ofan á öllum fötunum, er á staginu voru, og átti
hans enginn þar von. En er Ingunn sagði draum
sinn hinn síðara, höfðu menn fyrir satt, að huldu-
kona byggi í steininum og hefði hún fengið klútinn
að láni.
b. Grímur Grímsson og huldufólkið.
[Handr. Jakobs Hálfdánarsonar. Eftir sögn Önnu Sveinsdóttur
á Húsavík].
Snemma á 19. öld bjó í Miðfirði á Langanesströnd-
um bóndi sá, er Grímur hét, Grímsson. Á móti hon-
um bjuggu Sveinn og Björg, foreldrar frásagnarkon-