Gríma - 01.09.1941, Blaðsíða 95
11.
Hafmannasögur.
a. Marmaðurinn í Vík.
[Handrit Theódórs Friðrikssonar rithöf. 1907. Eftir sögnum
úr Héðinsfirði].
Svo bar við fyrir löngu í Vík í Héðinsfirði, að
margir sjómenn voru þar saman komnir að hausti til
nokkru eftir göngur. Höfðu þeir vanalega hátt um
sig á kvöldin, eftir það er dagsett var. Karl nokkur
gamall, sem átti heima í Vík, varaði sjómenn þessa
við því að hafa háreysti og læti svo seint á kvöldin,
því að illt gæti af því hlotizt. Skeyttu sjómenn því
engu, heldu gerðu þeir gys og háð að aðvörunum
hans og kváðu hann vera orðinn elliæran. — Þá var
það eitt kvöld um dagsetur, að sjómenn voru allir
inni í baðstofu með hávaða og ill læti að vanda.
Gekk karl þá út að gá til veðurs, en piltar héldu
áfram leik sínum í baðstofunni og fóru að tala um
það í gáska sín á milli, að brýnt mundi erindi karls
út í svartnættið, enda dveldist honum furðu lengi. í
þeim svifum kom karl að utan og mælti alvarlega til
allra, er inni voru, að nú væri ekki um annað að
gera en að halda kyrru fyrir og steinþegja, hvað sem
að höndum bæri; annars væri líf allra bæjarmanna
í veði. Setti menn þá hljóða, og kúrði hver niður, þar