Gríma - 01.09.1941, Blaðsíða 42
20
UM sandholtsfeðga
og Brydes, sem einnig var þarna lausakaupmaður, en
setti síðar fasta verzlun á Borðeyri. — Fyrir þetta
fékk Ólafur ámæli hjá bændum, sem óskuðu sér sem
mestrar samkeppni um viðskipti sín, svo að þau yrðu
þeim sem hagstæðust, en margir töldu víst, að Ólaf-
ur hefði gjört þetta fyrir orð Bjarna Sandholts og
sakir vináttu við hann. —
Það var á síðustu árum Bjarna Sandholts á Borð-
eyri, að Húnvetningar stofnuðu fyrsta verzlunarfélag
sitt, og var það, eins og kunnugt er, aðallega stofnað
til þess að auka samkeppni við útlendu kaupmenn-
ina og þá ekki sízt við Bjarna Sandholt, sem þá var
umboðsmaður mágs síns, Hans A. Clausens í Kaup-
mannahöfn. Bjarna mun hafa verið kalt til þessara
samtaka bænda, ef að líkindum lætur, og viljað þau
feig. — Þó að hvergi séu til sagnir, sem beinlínis
greina frá viðureignum Bjarna og forráðamanna fé-
lagsins, þá er samt til kafli úr bréfi vestan úr Iirúta-
firði, sem víkur að þessum hlutum.1) —
Bréf þetta er spaugilega orðað, og ætla eg að taka
hér upp nokkrar setningar úr því til gamans. Bréfrit-
arinn segir fyrst frá því, að sér blöskri það, þegar
hann sjái og heyri, hvernig menn taki undir að verða
þátttakendur í hinum innlendu verzlunarfyrirtækj-
um; þannig hafi einn bóndi sagt: „Eg hefi verzlað
við hann Sandholt minn síðan eg fór að hokra, og
það eru nú 30 ár í vor; eg fer varla að skilja við
hann héðan af, hann hefur aldrei brugðizt mér“. —
Svona segir hann að sé tryggð bænda við dönsku
kaupmennina, og þegar hann hafi spurt þenna sama
mann: „En ormakornið, ertu búinn að gleyma því?“
*) Norðanfari XI 25/26., dags. 17, marz 1872.