Gríma - 01.09.1941, Blaðsíða 36
14
UM SANDHOLTSFEÐGA
ings, því að kurteisi og alúðleg framkoma var ekki í
fari hvers manns á þeim árum, og þá líklega einna
sízt að finna hjá efnuðum kaupmönnum, sem mikið
höfðu umleikis og talsvert áttu undir sér. —
Fyrir miðja öldina, sem leið, voru skreiðarferðir
manna úr Norðurlandi vestur undir Jökul enn tíðar,
og voru því margir Skagfirðingar, Húnvetningar og
Strandamenn árlega á ferð vestra. Það bar líka við,
þegar lítil var sigling til hafnanna í Norðurlandi, að
þaðan var sótt kornvara og annar varningur alla
leið vestur að Breiðafirði, og þá fyrst í Stykkishólm,
en þegar fór að sneyðast um þar, þá var haldið alla
leið út í Ólafsvík. Þessir tveir kaupstaðir voru þá
ávallt betur birgðir af vörum en aðrir staðir. — Þó
urðu kaupmenn þar að sjá sér farborða með það, að
láta ekki svo mikið af vörubirgðum sínum til fjar-
lægari landshluta, að þurrð yrði í héraðinu. — Það
var því oft, þegar vörur voru farnar að minnka í
verzluninni í Ólafsvík, að kaupmaðurinn var tregur
til þess að láta þær til fjarlægari héraða, þó að pen-
ingar væru í boði, og var það af skiljanlegum ástæð-
um, en þær ástæður vildu Norðlendingarnir, sem á
ferð voru vestra, ekki alltaf líta á með sanngirni,
eins og eftirfarandi þjóðsaga bendir til. —
Sigurður bóndi á Hvalsá í Hrútafirði var í skreið-
arferð vestur undir Jökli og kom í Ólafsvík. Sigurð-
ur var drykkjumaður og svaðafenginn í framkomu
og veittist að Árna Sandholt með fúkyrðum í sölu-
búðinni í Ólafsvík. Hann hreytti m. a. þessu til
Árna: „Það er af núna, þegar þú varst strákur í
Keflavík með gult klofið“. — Árni sýndi þá yfirburði
sína, reiddist ekki, en svaraði ofur rólega: „Og allir
höfum við börn verið, Sigurður minn“. — En þetta