Gríma - 01.09.1941, Síða 36

Gríma - 01.09.1941, Síða 36
14 UM SANDHOLTSFEÐGA ings, því að kurteisi og alúðleg framkoma var ekki í fari hvers manns á þeim árum, og þá líklega einna sízt að finna hjá efnuðum kaupmönnum, sem mikið höfðu umleikis og talsvert áttu undir sér. — Fyrir miðja öldina, sem leið, voru skreiðarferðir manna úr Norðurlandi vestur undir Jökul enn tíðar, og voru því margir Skagfirðingar, Húnvetningar og Strandamenn árlega á ferð vestra. Það bar líka við, þegar lítil var sigling til hafnanna í Norðurlandi, að þaðan var sótt kornvara og annar varningur alla leið vestur að Breiðafirði, og þá fyrst í Stykkishólm, en þegar fór að sneyðast um þar, þá var haldið alla leið út í Ólafsvík. Þessir tveir kaupstaðir voru þá ávallt betur birgðir af vörum en aðrir staðir. — Þó urðu kaupmenn þar að sjá sér farborða með það, að láta ekki svo mikið af vörubirgðum sínum til fjar- lægari landshluta, að þurrð yrði í héraðinu. — Það var því oft, þegar vörur voru farnar að minnka í verzluninni í Ólafsvík, að kaupmaðurinn var tregur til þess að láta þær til fjarlægari héraða, þó að pen- ingar væru í boði, og var það af skiljanlegum ástæð- um, en þær ástæður vildu Norðlendingarnir, sem á ferð voru vestra, ekki alltaf líta á með sanngirni, eins og eftirfarandi þjóðsaga bendir til. — Sigurður bóndi á Hvalsá í Hrútafirði var í skreið- arferð vestur undir Jökli og kom í Ólafsvík. Sigurð- ur var drykkjumaður og svaðafenginn í framkomu og veittist að Árna Sandholt með fúkyrðum í sölu- búðinni í Ólafsvík. Hann hreytti m. a. þessu til Árna: „Það er af núna, þegar þú varst strákur í Keflavík með gult klofið“. — Árni sýndi þá yfirburði sína, reiddist ekki, en svaraði ofur rólega: „Og allir höfum við börn verið, Sigurður minn“. — En þetta
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104

x

Gríma

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Gríma
https://timarit.is/publication/1422

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.