Gríma - 01.09.1941, Blaðsíða 53
ÁNDRÉS Á GESTREIÐARSTÖÐUM 3Í
hann eina dóttur, — eg ætla hún héti Ragnheiður.
Á Fögrukinn bjó líka Þorsteinn, föðurbróðir Þórðar
í Svartárkoti; kona hans hét Ingibjörg. Var hún
stórlynd, og einnig líka Þóra, ráðskona Andrésar, og
var því samlyndi eigi gott á milli búanna, þótt bænd-
urnir væru meinleysismenn. Ofan á þetta bættist, að
Andrés var nú fátækari en nokkru sinni áður, fékk
eigi úttekt úr verzluninni til lífsviðurhalds og sá nu
eigi annað fyrir en að hrekjast á hreppinn. Þessi
neyð endaði með því, að hann skar sig á háls til
dauðs rúmri viku fyrir jól 1868. Var sótt til sýslu-
manns um leyfi til að jarða hann innan kirkjugarðs,
og fékkst það; var hann jarðsunginn rétt fyrir jólin
prestlaust í Möðrudals-kirkjugarði, við hlið Unu
konu sinnar. — Eigi leið á löngu áður en grunur
vaknaði um, að hann lægi ekki kyrr. Var þar vinnu-
kona, Guðfinna Jónsdóttir, ættuð úr Ólafsfirði, og
var hún skyggn. Þóttist hún hvervetna sjá Andrés í
fylgd með konu sinni og annarri konu, er dó ári fyrr.
Kvörtuðu þær í svefni við Guðfinnu yfir því, að þær
fengju ekki að hafa frið í gröf sinni. Þessi grunur
ágerðist, þegar frá leið, og varð að almennum ótta
meðal heimilisfólksins. Kvað svo mjög að því, að
allir gluggar og dyr voru krossaðar og húslesturinn
eitt sinn lesinn frammi í bæjardyrum. Oddrún hét
önnur vinnukona þar, eyfirzk að ætt og djarflynd
mjög; vildi hún ekki taka mark á þessari hjátrú og
aftók með öllu, að glugginn yfir rúmi hennar væri
krossaður. — Þess má líka geta, að þrír stálfleinar
höfðu verið reknir ofan í leiði Andrésar. — Þessa
sömu nótt dreymdi Oddnýju, að Andrés kæmi á
gluggann yfir rúmi hennar og freistaði að troða sér
inn um hann, en hún þóttist skipa honum að hverfa