Gríma - 01.09.1941, Blaðsíða 54
32 ANDRÉS A GESTREiÐARSTÖÐUM
frá því. Kvaðst hann nú hvergi komast inn nema
þar, og fokið væri nú í flest skjólin, en sú hefði þó
verið tíðin, að sér hefði ekki verið meinað að koma
inn í Möðrudals-bæ. Hélt hann svo áfram að reyna
að troða sér inn um gluggann. Oddrún vaknaði þá
við illan draum og svaf lítið eftir það um nóttina.
Þegar hún var klædd um morguninn, gekk hún út í
kirkjugarð, staðnæmdist við gröf Andrésar og mælti
fram erindi þetta:
Þú, sem ert genginn
til þinnar hvíldar,
ligg þú hér kyrr
og lát alla’ í friði;
sinntu ei lengur
um samvistir manna,
fyrst lífið þér þótti
langt og biturt.
Önd þín lifir
hjá æðstum guði,
bót, sem vinnur á
breyskleika þínum,
því náð hans er öllum
næg til hjálpar.
Upp frá því dreymdi engan mann Andrés.
Þetta sama vor (1869) fór eg vinnukona að Möðru-
dal. Var eg þá mjög hrædd, því að alstaðar hélt eg
að Andrés væri, en aldrei varð eg þó neins vör. Leið
svo það sumar. Var það ísasumar mikið, svo að frá
Akureyri til Vopnafjarðar kom ekkert skip, og var
neyð mikil á því svæði um kornmat og aðra útlenda
vöru; hélzt þetta til höfuðdags, er ísa leysti loks frá
landi. — Þetta sama haust dundi yfir hinn minnis-
stæði hríðarbylur, er varð mörgum manni og skepnu
að fjörtjóni, en skipum til tortímingar. Eitt þeirra