Gríma - 01.09.1941, Blaðsíða 29
UM SANDHOLTSFEÐGA
7
að fara í mál við Óla og stefna honum fyrir sátta-
nefnd. En þar gjörði Óli sátt við kerlinguna, og
skyldi maður því ætla, að þar með væri þetta
ómerkilega mál úr sögunni, en þá kom stiftamtmað-
urinn danski, Castenskjold, til sögunnar og fylltist
vandlætingu yfir því, að þetta mikla og merkilega (!)
mál væri látið falla niður með sáttinni. — Hann taldi
þetta tiltæki Óla svo mikið ofbeldisverk og glæp, að
ekki mætti þola það í bænum, — það gæti leitt til
meiri spillingar, og því fyrirskipaði hann sakamáls-
rannsókn á Óla út af þessu snúrumáli. — Þegar svo
til bæjarfógetans kom, neitaði hann að fella dóm í
málinu, vegna þess að þetta væri einkamál, sem
væri þegar útkljáð með sætt fyrir sáttanefnd. —
Ekki var þó við þetta látið sitja, og sótti stiftamt-
maður málið svo fast, að hann skaut því til landsyf-
irréttar, en sá hái réttur komst að sömu niðurstöðu
og sá vísi maður, bæjarfógetinn. — Þess er getið, að
Óli hafi varið mál sitt sjálfur fyrir báðum réttum og
farizt það vel úr hendi, en slíkt var óvenjulegt þá, að
leikmenn flyttu mál sín sjálfir. — Einn dómarinn I
landsyfirrétti var Bjarni amtmaður Thorarensen, og
heimtaði Óli, að hann viki sæti, þar sem hann væri
umboðsmaður stiftamtmannsins og gegndi embætti
hans, þegar Castenskjold væri erlendis. — Bjarni
varð að víkja sæti, en skaut þeim úrskurði til hæsta-
réttar í Kaupmannahöfn, og þar var honum ekki
breytt. — Svo varð ekkert úr þessari ofsókn háyfir-
valdanna á hendur Óla, og þótti Óli enga vansæmd
hafa af þessu máli haft. —
Óla Sandholt er lýst þannig, að hann var fremur
lítill maður vexti, fríður sýnum og hvatlegur, dökk-
hærður, með tindrandi svört augu, en þau voru úr