Gríma - 01.09.1941, Síða 29

Gríma - 01.09.1941, Síða 29
UM SANDHOLTSFEÐGA 7 að fara í mál við Óla og stefna honum fyrir sátta- nefnd. En þar gjörði Óli sátt við kerlinguna, og skyldi maður því ætla, að þar með væri þetta ómerkilega mál úr sögunni, en þá kom stiftamtmað- urinn danski, Castenskjold, til sögunnar og fylltist vandlætingu yfir því, að þetta mikla og merkilega (!) mál væri látið falla niður með sáttinni. — Hann taldi þetta tiltæki Óla svo mikið ofbeldisverk og glæp, að ekki mætti þola það í bænum, — það gæti leitt til meiri spillingar, og því fyrirskipaði hann sakamáls- rannsókn á Óla út af þessu snúrumáli. — Þegar svo til bæjarfógetans kom, neitaði hann að fella dóm í málinu, vegna þess að þetta væri einkamál, sem væri þegar útkljáð með sætt fyrir sáttanefnd. — Ekki var þó við þetta látið sitja, og sótti stiftamt- maður málið svo fast, að hann skaut því til landsyf- irréttar, en sá hái réttur komst að sömu niðurstöðu og sá vísi maður, bæjarfógetinn. — Þess er getið, að Óli hafi varið mál sitt sjálfur fyrir báðum réttum og farizt það vel úr hendi, en slíkt var óvenjulegt þá, að leikmenn flyttu mál sín sjálfir. — Einn dómarinn I landsyfirrétti var Bjarni amtmaður Thorarensen, og heimtaði Óli, að hann viki sæti, þar sem hann væri umboðsmaður stiftamtmannsins og gegndi embætti hans, þegar Castenskjold væri erlendis. — Bjarni varð að víkja sæti, en skaut þeim úrskurði til hæsta- réttar í Kaupmannahöfn, og þar var honum ekki breytt. — Svo varð ekkert úr þessari ofsókn háyfir- valdanna á hendur Óla, og þótti Óli enga vansæmd hafa af þessu máli haft. — Óla Sandholt er lýst þannig, að hann var fremur lítill maður vexti, fríður sýnum og hvatlegur, dökk- hærður, með tindrandi svört augu, en þau voru úr
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104

x

Gríma

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Gríma
https://timarit.is/publication/1422

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.