Gríma - 01.09.1941, Blaðsíða 85
HULDUFÓLKSSÖGUR 63
setti hann sér að reyna að komast inn í stofuna með
stúlkunni, og þegar hún rétti honum molann, seild-
ist hann með hendinni eftir honum, reis upp og
breiddi út faðminn til merkis um, að hún tæki hann
í fang sér. Stúlkan brá sér þá inn í stofuna til þess
að losa sig við eitthvað, sem hún bar, og kom svo
aftur til að taka á móti honum. En rétt í því andar-
taki, sem Grímur ætlaði að kasta sér yfir rúmgafl-
inn í fang hennar, vaknaði kerlingin, sem hjá honum
hvíldi, þreif til hans og spurði, hvað hann væri að
brölta. í sömu andránni hvarf ljósið í stofunni og
allt fólkið, og sá Grímur það aldrei síðan.
c. Marsibil frá Smyrlabergi.
tHandr. Stefáns Jónssonar á Höskuldsstöðum. Eftir sögn
Guðrúnar Sigurðardóttur í Áshildarholti 1908].
Á Smyrlabergi á Ásum í Húnavatnssýslu bjuggu
á öndverðri 19. öld hjón nokkur og áttu dóttur þá,
er Marsibil hét. Þegar hún var á unglingsaldri, smal-
aði hún kvíám á sumrin. Einu sinni þegar hún var
að smala ánum, skall yfir svo svört þoka, að hún
fann þær ekki. Ráfaði hún víða í þokunni, þangað
til hún sá bæ álengdar. Þegar hún kom nær bæ þess-
um, kannaðist hún ekki við hann og þóttist aldrei
hafa komið þangað áður, en gekk þó heim á hlaðið
naeð hálfum huga; virtust þar vera fremur lagleg
húsakynni. Fór Marsibil að hugsa um, hvort hún
ætti að áræða að gera vart við sig, en í sömu svifum
kom kona fram í bæjardyrnar, heilsaði henni með
nafni og spurði hana, hvort hún gæti ekki þegið hjá
sé mjólk að drekka. Marsibil játaði því. Gengu þær
nú í bæinn, og konan á undan, allt til baðstofu; var