Gríma - 01.09.1941, Page 85

Gríma - 01.09.1941, Page 85
HULDUFÓLKSSÖGUR 63 setti hann sér að reyna að komast inn í stofuna með stúlkunni, og þegar hún rétti honum molann, seild- ist hann með hendinni eftir honum, reis upp og breiddi út faðminn til merkis um, að hún tæki hann í fang sér. Stúlkan brá sér þá inn í stofuna til þess að losa sig við eitthvað, sem hún bar, og kom svo aftur til að taka á móti honum. En rétt í því andar- taki, sem Grímur ætlaði að kasta sér yfir rúmgafl- inn í fang hennar, vaknaði kerlingin, sem hjá honum hvíldi, þreif til hans og spurði, hvað hann væri að brölta. í sömu andránni hvarf ljósið í stofunni og allt fólkið, og sá Grímur það aldrei síðan. c. Marsibil frá Smyrlabergi. tHandr. Stefáns Jónssonar á Höskuldsstöðum. Eftir sögn Guðrúnar Sigurðardóttur í Áshildarholti 1908]. Á Smyrlabergi á Ásum í Húnavatnssýslu bjuggu á öndverðri 19. öld hjón nokkur og áttu dóttur þá, er Marsibil hét. Þegar hún var á unglingsaldri, smal- aði hún kvíám á sumrin. Einu sinni þegar hún var að smala ánum, skall yfir svo svört þoka, að hún fann þær ekki. Ráfaði hún víða í þokunni, þangað til hún sá bæ álengdar. Þegar hún kom nær bæ þess- um, kannaðist hún ekki við hann og þóttist aldrei hafa komið þangað áður, en gekk þó heim á hlaðið naeð hálfum huga; virtust þar vera fremur lagleg húsakynni. Fór Marsibil að hugsa um, hvort hún ætti að áræða að gera vart við sig, en í sömu svifum kom kona fram í bæjardyrnar, heilsaði henni með nafni og spurði hana, hvort hún gæti ekki þegið hjá sé mjólk að drekka. Marsibil játaði því. Gengu þær nú í bæinn, og konan á undan, allt til baðstofu; var
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104

x

Gríma

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Gríma
https://timarit.is/publication/1422

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.