Gríma - 01.09.1941, Blaðsíða 52
3.
Andrés á Gestreiðarstöðum
og mannskaðinn á Möðrudai 1869.
[Handrit Margrétar Jónsdóttur á Grundarhóli á Fjöllum 1907].
Sjá Andrés í Rauðskinnu III., bls. 116—118 og Sxluhús-
draugurinn í Þjóðs. Ólafs Davíðssonar II., bls. 203, Ak. 1939.
Báðar þessar sögur herma frá Andrési á Gestreiðarstöðum, en
af því að hér segir frá kona, sem honum var kunnug, þykir
vel við eiga að birta frásögn hennar að öllu óbreytta. — Merk-
isbóndinn Sigurður Jónsson bjó í Möðrudal 1842—1874. Kona
hans var Ástríður Vernharðsdóttir, en dætur þeirra voru hinar
alkunnu Möðrudalssystur, sem viðbrugðið var fyrir vænleik og
alla atgervi. Sigurður bjó stóru búi og átti 600—800 sauðfjár.
Hann dó sextugur að aldri 1874.
Maður er nefndur Andrés; hann bjó á Gestreiðar*
stöðum á Jökuldalsheiði. Una hét kona hans. Þau
áttu mörg börn og fátæk voru þau, en mjög vel lát-
in, vönduð til orða og athafna. Þeim varð því vel til
hjá öllum, og sérstaklega fengu þau mikla hjálp hjá
landsdrottni sínum, Sigurði bónda Jónssyni í Möðru-
dal.... Andrés missti Unu konu sína 1865. Flutti
hann sig þá út í Vopnafjörð að Einarsstöðum og tók
þar saman við Þóru nokkra Gunnlaugsdóttur, ætt-
aða úr Fnjóskadal. Þá voru börn hans sum orðin
fulltíða og líkaði ekki það ráð, svo að eftir eitt ár
skildi með honum og þeim, og fór hann að búa með
Þóru á Fögrukinn í Möðrudals-landi'. Með Þóru átti