Gríma - 01.09.1941, Blaðsíða 88
66 HULDUFÓLKSSÖGUR
Luktist þá aftur hamarinn, og hefur aldrei síðan
sézt ljós á þeim slóðum.
e. Svefnganga Kristínar Arnfinnsdóttur.
[Handrit Gísla Konráðssonar, eitir sögn Daða fróða].
Kristín hét mær ein fullþroska og var Arnfinns-
dóttir; bjó faðir hennar sér í koti því, er Efra-Fell
heitir, vestur í Kollafirði. Þegar hún var ung, ætl-
uðu menn, að álfar vildu heilla hana, því að eitt sinn
fannst hún komin langt frá bæ sínum um nótt; var
hún þá sjö eða átta vetra.
Þegar hér segir frá, átti Kristín að smala fyrir
bóndann í Felli. Hún var morgunsvæf. Einn morgun
síðla sumars gekk hún til kinda með prjóna sína, en
er mjög lengdist eftir henni og hún kom eigi, var
sendur vinnupiltur í Felli að vitja hennar og fjárins;
var það bróðir Kristínar, er Björn hét. Henni sagð-
ist svo frá síðar, að hún hefði hóað fénu heim á leið,
en hallað sér upp við þúfu og sofnað; vissi hún svo
ekkert um sig fyrr en hún vaknaði í hengiflugs-
klettum á hillu einni, og engum manni fært þaðan
að komast. Skilur enginn, hverjum faraldri hún var
þar. Sá hún þá til Björns og æpti á hann grátandi
að hjálpa sér. Sá hann þess engan kost, fór heim og
sagði til hennar. — Heyrði og óp hennar kona í
Steinadal, er Guðbjörg hét Einarsdóttir. — Fóru
menn á fjallið upp og hnýttu saman átta pör reipa.
Sá hét Björn Þórðarson, er fremst vogaði sér á
klettabrúnina, að skyggnast að, hvar helzt ætti ofan
að síga. Eiríkur hét einn, kallaður Ólsen,* 1) leirskáld
!) Sjá Sögusafn Isafoldar IV. s. 189—198. Eiríkur dó 1838.
1 R-