Gríma - 01.09.1941, Blaðsíða 48
26
FRA KRISTJÁNI FÓTALAUSA
svo reiður, að hann hefði manað djöfulinn að koma
og sækja sig.
Óvíst er, hve lengi Kristján lá þar í skaflinum. En
er hríðinni slotaði, var hann svo kalinn á fótum, að
ekki gat hann gengið. Tók hann þá að skríða áfram
og fannst eftir þriggja eða fjögurra daga útivist af
fjármanni frá Grímsstöðum á Fjöllum. Kom hann
Kristjáni heim í Grímsstaði. Var honum hjúltrað
þar eftir föngum, og lá hann þar það sem eftir var
vetrar eða lengur. Var í þá daga ekki um neina
læknishjálp að gera, er náð yrði til frá þeim slóðum.
— Varð bóndi á Grímsstöðum að taka af Kristjám
báða fætur um mjóaleggi og alla fingur af báðum
höndum, þannig, að aðeins voru eftir stúfar af efstu
kjúkum. — Hafði bóndi sagað sundur fótleggina með
smíðasög, en höggvið fingurna á fjöl með sporjárni.
— Voru þá limir Kristjáns harla mjög teknir að
úldna. Einnig hlaut Kristján andlitslýti, því að kalið
hafði framan af nefbroddi hans, svo að sást inn í nasa-
holið jafnan síðan. — En ganga þótti það kraftaverki
næst, að Kristján skyldi lifa af slíkt kal og slíkar að-
gerðir og hljóta þó fulla heilsu á eftir.
c. Kristján fluttur á Ljósavatnshrepp.
Þegar Kristján þótti ferðafær, var hann fluttur frá
Grímsstöðum vestur í Bárðardal á fæðingarsveit sína,
og var hann síðan á ýmsum bæjum í Bárðardal til
elliára og dauðadags. — Upp frá þessu gat Kristján
ekkert gengið, en varð að skríða allt það, er hann
hreyfði sig. Það, sem hann starfaði helzt, var að
kemba og spinna hrosshár og flétta reipi. Einnig
malaði hann korn í handkvörn, með því að krjúpa
uppi á nægilega háum kassa við kvarnarstokkinn.