Gríma - 01.09.1941, Blaðsíða 31
UM SANDHOLTSFEÐGA
9
hafi átt viðskipti við Óla Sandholt, þegar hann var í
Reykjavík, og viljað fá tóbak hjá honum upp í þau
viðskipti, en Óli hafi ekki átt annað en fúið blaðtó-
bak til þess að láta hann fá.1) — Gísli var kunnugur
Einari stúdent Johnsen, föður Ingibjargar konu Jóns
forseta, sem þá var kaupmaður í Reykjavík, og átti
Einar þá gott og óskemmt tóbak. Gísli bað hann því
að hjálpa sér um tóbak, en taka aftur innieign sína
hjá Óla Sandholt. — Einari hefur eflaust verið eitt-
hvað í nöp við Óla, enda var hann í samkeppni við
hann, svo að á milli þeirra hefur verið kaupmanna-
krytur, og þess vegna gaf hann Gísla ekki kost á tó-
bakinu nema að hann kvæði vísu, sem sér líkaði, um
Óla og tóbak hans. — Það er sagt, að þeir Einar og
Gísli hafi síðan gengið í búðina til Óla og að hann
hafi sýnt Gísla tóbak sitt og talið það fullgott, en þá
hafi Gísli kveðið þessa vísu:
Af því finn eg illan keim,
eins og fúnum njóla;
taki djöfull til sín heim
tóbakið hans Óla. —
Einari borgara líkaði vísan vel og hló dátt að
henni, en sagt er, að Óli hafi reiðzt meira háði Ein-
ars en stöku Gísla, en Gísli mun hafa fengið vel úti
látið tóbak í kvæðalaun. —
Óli Sandholt kvæntist ungur, um tvítugt, Ásu
dóttur Jóns Guðmundssonar timburmeistara á Ós-
eyri við Hafnarfjörð, en þau voru örstutt í hjóna-
bandi, því að hún dó ung. Síðan kvæntist hann Guð-
rúnu dóttur Árna Jónssonar kaupmanns, sem kallað-
x) Ævisaga G. K. Sögurit Sögufél. VIII. Rvík 1911—’ 14,
bls. 151,