Gríma - 01.09.1941, Blaðsíða 72
50
FRÁ ÁBÆJARSKOTTU
vinnumanni Lappi vera of ungur og óharðnaður til
að fylgja sér yfir lækina og lét því loka hann inni.
Góðri stundu eftir það er hann var farinn, slapp þó
hvolpurinn einhvern veginn út, þefaði upp slóð
vinnumannsins og var horfinn á eftir honum, áður
en eftir því var tekið. Sást hvolpurinn aldrei eftir
það, og var talið víst, að hann hefði farizt í öðrum
hvorum læknum.
Þegar leið að fráfærum um vorið, langaði Gest
til að fara í lambareksturinn, og var það í fyrsta
sinn, sem honum hlotnaðist sá frami. Þá var haft í
seli frá Gilsbakka, þar sem Stigasel heitir, og er það
norðan við Merkigilið, en smalinn var setztur að í
selinu með ærnar, þegar lömbin voru rekin. Segir
ekki af rekstrarmönnum fyrr en þeir komu að selinu
á heimleið fyrra hluta nætur. Varð Gestur þar eftlr,
því að hann ætlaði að hvíla sig þar og sofa til morg-
uns. Bjó hann um sig og lagðist innarlega í garðan-
um, en framan til í honum lá fyrir annar næturgest-
ur, maður frá Skatastöðum, sem komið hafði norð-
an úr Eyjafirði um kvöldið. Svaf hann fast og
rumskaðist ekki, meðan Gestur kom sér fyrir. Þegac
Gestur var rétt að festa svefninn, hrökk hann upp
við það, að honum fannst einhver ýta við sér og
ætla upp í garðann. Sá hann, að það var lágvaxin
stúlka, lörfum klædd. Reis hann þá upp í ofboði, en
við það þokaðist stúlkan fram króna, með fram garð-
anum; staðnæmdist hún svo við vegginn öðrum
megin við dyrnar og horfði stöðugt glottandi á Gest.
Þá veitti hann því eftirtekt, að hún hélt vinstra
handlegg krepptum fram á brjóstið, en á framhand-
leggnum sat hvolpurinn, sem horfið hafði frá Gils-
bakka snemma um vorið; virtist hann una sér hið