Gríma - 01.09.1941, Blaðsíða 72

Gríma - 01.09.1941, Blaðsíða 72
50 FRÁ ÁBÆJARSKOTTU vinnumanni Lappi vera of ungur og óharðnaður til að fylgja sér yfir lækina og lét því loka hann inni. Góðri stundu eftir það er hann var farinn, slapp þó hvolpurinn einhvern veginn út, þefaði upp slóð vinnumannsins og var horfinn á eftir honum, áður en eftir því var tekið. Sást hvolpurinn aldrei eftir það, og var talið víst, að hann hefði farizt í öðrum hvorum læknum. Þegar leið að fráfærum um vorið, langaði Gest til að fara í lambareksturinn, og var það í fyrsta sinn, sem honum hlotnaðist sá frami. Þá var haft í seli frá Gilsbakka, þar sem Stigasel heitir, og er það norðan við Merkigilið, en smalinn var setztur að í selinu með ærnar, þegar lömbin voru rekin. Segir ekki af rekstrarmönnum fyrr en þeir komu að selinu á heimleið fyrra hluta nætur. Varð Gestur þar eftlr, því að hann ætlaði að hvíla sig þar og sofa til morg- uns. Bjó hann um sig og lagðist innarlega í garðan- um, en framan til í honum lá fyrir annar næturgest- ur, maður frá Skatastöðum, sem komið hafði norð- an úr Eyjafirði um kvöldið. Svaf hann fast og rumskaðist ekki, meðan Gestur kom sér fyrir. Þegac Gestur var rétt að festa svefninn, hrökk hann upp við það, að honum fannst einhver ýta við sér og ætla upp í garðann. Sá hann, að það var lágvaxin stúlka, lörfum klædd. Reis hann þá upp í ofboði, en við það þokaðist stúlkan fram króna, með fram garð- anum; staðnæmdist hún svo við vegginn öðrum megin við dyrnar og horfði stöðugt glottandi á Gest. Þá veitti hann því eftirtekt, að hún hélt vinstra handlegg krepptum fram á brjóstið, en á framhand- leggnum sat hvolpurinn, sem horfið hafði frá Gils- bakka snemma um vorið; virtist hann una sér hið
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104

x

Gríma

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Gríma
https://timarit.is/publication/1422

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.