Gríma - 01.09.1941, Blaðsíða 87
HULDUFÓLKSSÖGUR
65
d. Ljósið í Naustavík.
[Sögn Vilborgar Friðbjarnardóttur].
Vestan Skjálfandafljóts skagar fjallgarður mikill
norður í sjó, og er þar víða sæbratt og háir hamrar.
Vestur af Skjálfanda innanverðum er hvilft í fjöllin,
sem kallast Náttfaravíkur. Þar eru þrír bæir, og
heitir einn þeirra Naustavík. Aflasælt er á þessum
slóðum, einkum frá Naustavík, enda hefur útræði
þaðan að jafnaði gefizt vel. — Það var eitt sinn fyr-
ir langalöngu, að útróðrarmenn frá Naustavík voru
að lenda þar; var það seint um kvöld að haustlagi.
Sáu þeir þá skæra Ijósbirtu leggja úr hömrunum
fyrir ofan lendinguna, og bar birtuna einkum á vör-
ina, þar sem þeir voru að lenda. Langaði suma há-
setana til að forvitnast um, hvernig á Ijósi þessu
stæði, því að þar var engra manna von. Formaður-
inn bað þá að hlutast ekki um það. Liðu svo fram
tímar, að þeir sáu ljósið oft, einkum ef vont var í
sjó og erfitt að lenda. Unglingspiltur nokkur, sem á
bátnum var, ræddi tíðum um það, að gaman væri að
vita, hvaðan ljósbirtuna legði, og fór svo að lokum,
að hann stóðst ekki freistnina og laumaðist eitt
kvöld frá félögum sínum, um leið og báturinn lenti.
Klifraði hann upp á hamarinn og komst þar upp á
stall. Voru þar dyr á hamrinum og sá inn í sal mik-
inn og fagran, en í dyrunum stóð forkunnarfríð mær
°g hélt á logandi kerti. Þótti piltinum fýsilegt að
nálgast nokkuð meyna og þokaði sér hægt áfram
eftir stallinum; en rétt um leið og hann ætlaði að
ávarpa hana, kom virðulegur öldungur, hvítur fyrir
hærum, innan úr salnum. Var hann ærið snúðugur á
svip, sló meyna kinnhest, og slokknaði ljósið um leið.
5