Gríma - 01.09.1941, Page 87

Gríma - 01.09.1941, Page 87
HULDUFÓLKSSÖGUR 65 d. Ljósið í Naustavík. [Sögn Vilborgar Friðbjarnardóttur]. Vestan Skjálfandafljóts skagar fjallgarður mikill norður í sjó, og er þar víða sæbratt og háir hamrar. Vestur af Skjálfanda innanverðum er hvilft í fjöllin, sem kallast Náttfaravíkur. Þar eru þrír bæir, og heitir einn þeirra Naustavík. Aflasælt er á þessum slóðum, einkum frá Naustavík, enda hefur útræði þaðan að jafnaði gefizt vel. — Það var eitt sinn fyr- ir langalöngu, að útróðrarmenn frá Naustavík voru að lenda þar; var það seint um kvöld að haustlagi. Sáu þeir þá skæra Ijósbirtu leggja úr hömrunum fyrir ofan lendinguna, og bar birtuna einkum á vör- ina, þar sem þeir voru að lenda. Langaði suma há- setana til að forvitnast um, hvernig á Ijósi þessu stæði, því að þar var engra manna von. Formaður- inn bað þá að hlutast ekki um það. Liðu svo fram tímar, að þeir sáu ljósið oft, einkum ef vont var í sjó og erfitt að lenda. Unglingspiltur nokkur, sem á bátnum var, ræddi tíðum um það, að gaman væri að vita, hvaðan ljósbirtuna legði, og fór svo að lokum, að hann stóðst ekki freistnina og laumaðist eitt kvöld frá félögum sínum, um leið og báturinn lenti. Klifraði hann upp á hamarinn og komst þar upp á stall. Voru þar dyr á hamrinum og sá inn í sal mik- inn og fagran, en í dyrunum stóð forkunnarfríð mær °g hélt á logandi kerti. Þótti piltinum fýsilegt að nálgast nokkuð meyna og þokaði sér hægt áfram eftir stallinum; en rétt um leið og hann ætlaði að ávarpa hana, kom virðulegur öldungur, hvítur fyrir hærum, innan úr salnum. Var hann ærið snúðugur á svip, sló meyna kinnhest, og slokknaði ljósið um leið. 5
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104

x

Gríma

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Gríma
https://timarit.is/publication/1422

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.