Gríma - 01.09.1941, Page 75

Gríma - 01.09.1941, Page 75
FRA ÁBÆJARSKOTTU 53 gista í Bandagerði, þegar hann átti erindi til Akur- eyrar, sem oft var. Þetta sama kvöld kom Guðmund- ur í Ábæ til gistingar. f. Skotta gerir vart við sig á Möðruvöllum. [Handrit Þorst. M. Jónssonar. Sögn Margrétar Vigfúsdóttur]. Meðan þau hjón, Jónas Gunnlaugsson og Þórdís kona hans, bjuggu á Möðruvöllum í Hörgárdal, var það eitt sinn að vetri til um 1870, að Jónas brá sér kaupstaðarferð til Akureyrar og var ókominn heim um háttatíma um kvöldið. Baðstofan á Möðruvöll- um var þiljuð í þrennt, og var rúm hjónanna í her- bergi því, er innst var, en andspænis því svaf Sess- elja, systir Jónasar. — Þegar háttað var, sofnaði Sesselja undir eins, en Þórdís lá vakandi um hríð, því að hún bjóst á hverri stundu við bónda sínum heim. Tunglskin var úti, og lagði' nokkra birtu af því inn um gluggann. Allt í einu opnaðist herbergishurð- in, og sá Þórdís þá lítinn kvenmann koma inn á gólf- ið. Hélt hún, að þetta væri Sigríður nokkur Einars- dóttir, sem þá var húskona á Möðruvöllum. Kven- maður þessi þokaðist inn eftir gólfinu, þangað til hún kom inn í tunglsgeislann, sem lagði inn um gluggann, en það var rétt við rúm Þórdísar. Glennti hún sig alla og skældi, og sá Þórdís þá, að þetta var ekki Sigríður, heldur einhver stelpuskjáta, sem hún kannaðist ekkert við. Hún hafði húfu á höfði með skotti í, hárið var skoljarpt og stóð sitt í hverja átt- ina, en klædd var hún mórauðri peysu, stuttu pilsi og röndóttri svuntu. Bandaði Þórdís þá við stelp- unni, en hún þokaði undan yfir að rúmi Sesselju og bograði yfir það. Fór Sesselja að láta illa og emja í svefninum, svo að Þórdís kallaði til hennar og vakti
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104

x

Gríma

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Gríma
https://timarit.is/publication/1422

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.