Gríma - 01.09.1943, Side 6

Gríma - 01.09.1943, Side 6
4 SAGNXR UM SÉRA MAGNÚS Á TJÖRN [Gríma sagnir þessar, svo og mikið af gömlum kviðlingum, svo sem rímur Árna á Stórahamri um ferð Alexanders x Grímsey og margt fleira. Sagnirnar í kverinu kannast Friðleifur við fjölmaigar og segir þær hafa gengið í munnmælum í Svarfaðardal í ungdæmi sínu. — J. Jóh.] a. Séra Magnús og Jón Pétursson. Séra Magnús Einarsson, sem lengi var prestur að Tjörn í Svarfaðardal, hér um bil frá 1769 til 1794, en vígður að Stærra-Arskógi,1) var álitinn á sinni tíð gáfu- maður mikill, andríkur mjög og skáld gott og kallaður af mörgum kraftaskáld. — Sú er ein munnmælasaga til um það, að stuttu eftir að hann var orðinn prestur að Stærra-Árskógi, bar svo við eitt sinn, að Jón læknir Pétursson kom þangað og beiddist gistingar. Þeir rædd- ust við um kvöldið, prestur og læknir, og sló lieldur í keppni með þeim, því að læknir var ákafamaður og frekyrtur, en prestur þungur fyrir og orðfyndinn. Um morguninn, áður læknir fór af stað, hófu þeir aftur ræðu sína á sama hátt, og bar enn heldur á milli, og þóttist læknir eigi sigra prest. Hann hafði tekið eftir því, að dyraloft var á bænum, og stóð stiginn nær beint upp að loftinu, og var langt á milli haftanna. Segir hann þá við prest: „Tarna er mikið góður stigi fyrir óléttar konur!“ — Var það háð, því að hann þóttist sjá, að kona prests mundi þunguð vera, en mjög skammt var liðið frá giftingu þeirra, og rnundi hún hafa verið með barni áður. — Prestur gegndi fáu þar til, en þó óþægilega. Báðum þótti miður. Hafði læknir beiskyrði nokkur í frammi og jafnvel talaði að því, að prestur i) Séra Magnús var fæddur 1734, vígðist 1763 til Stærra-Árskógs, fékk Upsir 1765 og Tjörn 1769, og þar var hann prestur síðan til dauðadags 1794, en Gísli sonur hans, sem fékk Tjörn að föður sínum látnum, var aðstoðarprestur hans síðustu árin. — J. Jóh,

x

Gríma

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Gríma
https://timarit.is/publication/1422

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.