Gríma - 01.09.1943, Síða 8
6 SAGNIR UM SÉRA MAGNÚS Á TJÖRN [Gríma
því að prestur var hneigður fyrir vín, gjörðist hann
nokkuð ölvaður, og jafnvel þeir báðir, og bar þá fleira
á góma en annars, en fáir eða engir viðstaddir. Meðal
annars sagði verzlunarstjóri: „Það segi eg þér nú satt,
þó að ótrúlegt þyki, að á engu hef eg grætt meira en
henni Grafará."1) „Já,“ sagði prestur, „gott er það nú,
meðan á því stendur, en galli er sá á, að á endanum
drepur hún þig.“ — Hinn gegndi fáu. Síðan skildu
þeir, og fór prestur heim til sín. Fáum árum síðar
fluttist kaupmaður burtu og norður2) til Húsavíkur og
var þar fyrir verzlun nokkur ár. Þá var það eitt sinn,
að hann tók sér ferð á hendur vestur í Hofsós. Fór
hann vestur úr Svarfaðardal fjallveg þann, er Deildar-
dalsjökull3) nefnist, og þá er hann kom vestur af hon-
um í svonefnt Kambagil og vegurinn lá yfir foss einn,
þá datt hestur sá, er kaupmaður reið, ofan um snjó-
loft og varð eigi bjargað, því að fossinn tók við, og
týndist þar hvortveggi. Þetta var sama áin og fyrr um
getur.
c. Séra Magnús og Jón á Urðum.
Jón hét maður og var Sigurðsson, gáfumaður og list-
fengur. Hann var kirkjubóndi á Urðum í Svarfaðar-
dal, sem var annexía frá Tjörn, þá er séra Magnús [var
prestur þar].4) Þeir áttu oft í gamni eljarglettur saman.
Eitt sinn er þess getið, að um sumar lét Jón bóndi
vinnumenn sína fara laugardagsróður til [að afla]
Eflaust rangt; á að vera Hofsá.
2) Réttara austur.
3) Ætti að vera Unadalsjökull, ef maðurinn drukknaði í Hofsá,
en Grafará fellur úr Deildardal.
4) Orðum milli hornklofa er bætt inn í af mér. — J. Jóh.