Gríma - 01.09.1943, Síða 13
Gríma] SAGNIR UM SÉRA MAGNÚS Á TJÖRN 11
og tók þar aftur við búsumsýslu, og hafði hún hana
jafnan á hendi upp þaðan. Nokkuð þótti húsfrú Val-
gerður samt vandhæf til geðsmuna, og komu að henni
köst endur og sinnum, svo að hún réði þá varla skapi
sínu.
Ekki mörgum árum eftir þetta1) dó Egill prestur.
Giftist þá luisfrú Valgerður aftur Jóni Sigurðssyni
liinum ríka, sem kallaður var og bjó á Böggvisstöðum í
Svarfaðardal. Jón var dannebrogsmaður og andaðist á
Böggvisstöðum.
Það er sagt, að þegar Valgerður fór frá Tjörn, þá
hafi séra Magnús fengið lienni blöð nokkur með sálm-
um á og mælt svo fyrir, að ef henni fyndist einhver ó-
not vilja yfirfalla sig, skyldi hún taka blöðin og lesa
þá. Breytti hún trúlega eftir ráði þessu og þótti það
ávallt verða sér til hugfróunar. Er sagt, að vel hafi Val-
gerður launað séra Magnúsi alla hjálp hans, en hann
bjó sem oftast við fátækt, en hún auðug og höfðing-
lynd og að öllu hin mesta sæmdarkona.
e. Séra Magnús, Þorkell og Finnur.
Þorkell hét maður. Hann bjó á bæ þeim, er Jarðbrú
heitir; það er næsti bær við Tjörn að sunnanverðu.
Þorkell þessi var smiður góður, bæði á járn og tré, og
smíðaði hann allt það, er séra Magnús þurfti við, og
lýtur meðal annars að því vísa sú, er prestur kvað eitt
sinn, er Þorkell hafði smíðað fyrir hann glugga á
hjörum:
„Nú er eg orðinn nokkur maður,
nú á eg glugga á hjörum; —
þetta gjörði Þorkell hraður,
þann eg bið óspörum."
i) 1784. - J. Jóh.