Gríma - 01.09.1943, Side 15

Gríma - 01.09.1943, Side 15
Gríma] SAGNIR UM SÉRA MAGNÚS Á TJÖRN 13 Jarðbrú. Segja sumir, að hann skæri bláan blett af tánni, þar sem hún snerti skörina, og legði þar plástur yfir, en aðrir segja svo frá, að liann liafi borið [á blett- inn] meðal eitt. En livort heldur var, þá batnaði bónda við aðgerðir prests. — Síðan tók prestur öxi og hjó upp pallskörina. Sáust þar þá tveir galdrastafir ristir neðan á skörina, og afmáði prestur þá, því að það voru raunar þeir, sem ollu meini bónda. En sú var orsök þess, að stafirnir voru þarna, að þenna sama sunnudag, er bóndi var til tíða genginn, hafði Finnur á Hjaltastöðum komið að Jarðbrú og hitt konu hans, mælzt til samfara við hana, en hún neitað, en þó með stillingu, því að hún vildi með góðu varna áleitni hans. Bauð hún honum inn og beina, en meðan hún útbjó beinann, hafði Finnur rist stafina neðan á skörina, og var tilætlan hans, að bóndi skyldi eigi framar heiium fæti á jörð stíga. Þetta vissi Magnús prestur þar heima á Tjörn, með hverjum liætti sem það hefur mátt r erða. f. Séra Magnús og Finnur. Sökum þessa, sem hér á undan er frá sagt, og margs annars, sem séra Magnús gjörði til að hindra illræði og áleitni Finns [við menn], og að liann hjálpaði öllum, er til hans leituðu, bæði í þessum og öðrum vandræð- um þeirra, þá fór svo, að Finnur fékk hatur á presti og hefði gjarnan viljað gjöra honum allt illt, hefði þess verið kostur, en prestur sá jafnan við brögðum hans. Þess er við getið, að eitt sinn síðla á vetri gekk Finn- ur niður á Upsaströnd. Þegar hann fór niður hjá Tjörn, kom séra Magnús þar út og sá mann sitja uppi í þúfum þar spölkorn frá, og gjörði hann ekkert vart við sig á bænum. Prestur gizkaði á, hver vera mundi.

x

Gríma

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Gríma
https://timarit.is/publication/1422

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.