Gríma - 01.09.1943, Qupperneq 16
14
SAGNIR UM SÉRA MAGNÚS Á TJÖRN [Grima
Daginn eftir, þá er prestur ætlar út að ganga, er Finnur
þar enn kominn og situr á bæjarþröskuldi og sér inn.
Segir hann við prest, er liann sér hann og áður hann
heilsar honum:
„Hér sit eg kyrr, þótt byrgist bær
í biksvörtum eldhúsreyk,
þangað til eg er orðinn ær
og ásján mín gjörist bleik."
Þá tók prestur fram í og sagði:
„Horfnar eru þér heillir þær,
sem hafðir í sinnisleik,
út hjá þegar þú gekkst í gær
grár eins og krókasteik."
Ekki áttust þeir meira við í það skipti, því að Finnur
tafði eigi lengur, en haft var það eftir presti, að Finnur
mundi hafa ætlað sér að gjöra síðara hluta vísunnar
líka og láta hann verða sér til meins, þótt það færist
fyrir.
g. Séra Magnús, Þórarinn sýslumaður og sendingin.
Þess er getið, að þá er séra Magnús var skrifari hjá
Þórarni sýslumanni á Grund í Eyjafirði, komu þeir
sýslumaður eitt sinn neðan úr Akureyrarkaupstað og
voru komnir fram á leið; þá segir sýslumaður Magnúsi
(og sló um leið miklum ótta yfir liann), að maður
nokkur, Brandur að nafni, er heima átti að Kotum,
vestur í Norðurárdal, hefði heitazt við sig, og mundi
það brátt koma í ljós. Biður sýslumaður nú Magnús
hjálpar og að hann sýni nú, að liann sé kraftaskáld.
Magnús bað hann ókvíðinn vera og segir, að það muni
vandalítið verk að sjá fyrir slíku skeyti. — Rétt á eftir