Gríma - 01.09.1943, Side 23

Gríma - 01.09.1943, Side 23
Gríma] SAGNIR UM SÉRA MAGNÚS Á TJÖRN 21 hólpnir á dómsdegi, af þeim, sem þá væru uppi í daln- um, og tilnefndi maðurinn mennina. Prestur kvað, er honum var sagður draumurinn: Sigurður á sælu von, situr hjá honum Gunnhildur, og hann Jón minn Eyjólfsson, — annar lýður fráskildur. — Þó að mín sé þunn og naum þekking sálar efna, eg set ei fyrir mig svoddan draum, sízt er það að nefna. Þótt Svarfdælinga syndin greið sárt í himininn klagi, frelsarinn, sem fyrir oss leið, fleirum held eg vægi. — Einu sinni var prestur í veizlu, en þá voru brauðs- og brennivíns-veizlur, en ekki matarveizlur, svo sem nú tíðkast. Var þá oft framreitt óreglulega og sætum ekki úthlutað, en brauðskammtur tiltekinn handa hverjum gesti. — Nú var brauðskammtur prests réttur að honum, þar sem hann stóð, en kona hans sat þar skammt frá. Prestur snýr sér þá að henni og segir: Tala þú hér ekki orð, utan það, sem falli í vil; þá skal hafa þig fyrir horð, þegar ekki er annað til. Og um leið hellti prestur brauðinu í kjöltu konu sinnar. Þegar séra Magnús var á Upsum, bjó bóndi sá í Mið- koti, er Jón hét, gortinn mjög og yfirlætismikill og eigi ráðvandur. Er það til marks um hégómahátt hans, að eitt sinn, er hann hafði borið upp töðuhey sitt, þá gekk

x

Gríma

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Gríma
https://timarit.is/publication/1422

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.