Gríma - 01.09.1943, Side 30

Gríma - 01.09.1943, Side 30
28 SAGNIR UM SÉRA MAGNÚS Á TJÖRN [Grlma Hugði leita hefnda samt hænu lágum bana; — byssu steyta biður rammt og bað að fá sér hana. Hinna ei bærist höndin sein, livað ei kokkur skildi; grautarhrærir greip upp stein og grýta Alart vildi. — Kokkurinn loppinn hæfði ei hund, þótt hengdi síðu briina;1) hann er sloppinn hels úr mund og liingað kominn núna. Það eg skil, að þræla skap í þeirn er lundum plátu. — Heyrið til: það hundurinn drap, hinir dönsku átu. — Svo er sagt, að prestur átti hund þann, sem hann kallaði Turk2) og oft fylgdist með honum, þá er hann embættaði að Urðum. Hundurinn var þjófgefinn og hnuplaði þar oft ýmsu matar kyns; var kvartað undan þessu við prest, og lét hann drepa hundinn. Næsta sinn, er prestur messaði á Urðum og var setztur þar í stofu, orti hann vísu þessa: Nú er í burtu nauð af gest, nú er sessinn auður; nú má vera í náðum flest, nú er hann Turk minn dauður. Prestur var vanur, þá er hann kom að Urðum, að brjóta upp á ýmsu umræðuefni við konu Jóns bónda, 1) Var síðbrýndur. 2) = Tyrki. - J. Jóh,

x

Gríma

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Gríma
https://timarit.is/publication/1422

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.