Gríma - 01.09.1943, Page 32

Gríma - 01.09.1943, Page 32
30 SAGNIR UM SÉRA MAGNÚS Á TJÖRN [Gríma Einu sinni þá er prestur reið úr hlaði frá embættis- gjörð á Urðum, kvað hann: Úr hlaðinu ríða margir menn.i) minnist hver á særið sitt. — Veri guð hjá ykkur enn, Urða-sóknar fólkið mitt. Kveðið á messuleið að Urðum: Urðapresti og öðrum varð iðja sú fyrir góðu, þegar þenna göngugarð garpar heiðnir hlóðu. Kveðið á Urðum: Eg man Jón og Elinni, angurs særður skurðum, Þorlák minn og Þorgerði, þegar bjuggu á Urðum. Mig þó hryggi manna tjón, mér er bættur skaðinn, aftur byggir Anna og Jón Urðir, hinna í staðinn. Skáldið reið eitt sinn að U rðum og Gísli sonur hans með honum, er síðar varð prestur til Tjarnar og Urða. Kom þá út Anna, dóttir Jóns bónda Sigurðssonar. Þá orti prestur: Hárs um fljóð þar gjarða gjóð gekk um slóð án voða, úti stóð hún Anna rjóð eggþingsbjóð að skoða. i) Vísa þessi mun afbökuð. Eg hef áður heyrt hana þannig: Úr hlaðinu ríð eg héðan senn, ] hyggi hver á ástand sitt. | Veri guð með ykkur enn, | Urða-sóknar fólkið mitt. — J. Jóh.

x

Gríma

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Gríma
https://timarit.is/publication/1422

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.