Gríma - 01.09.1943, Page 33

Gríma - 01.09.1943, Page 33
Grírna] SAGNIR UM SÉRA MAGNÚS Á TJÖRN 31 Gísli svaraði: Þinu svari nú á ný nauðsyn bar að gegna; út þó fari Anna frí, ekki var hún samt að því. Á Koti,1) fremsta bæ í Svarfaðardal, dó kerling nokk- ur, Guðrún að nafni, og var grafin í hríð að Urðum. Þá kvað prestur á heimleiðinni: Þá var næsta hríðin hörð, hreyfði dimmu skoti, — er í vígða varpað jörð var henni Gunnu í Koti. Kveðið á messuleið að Urðurn í illviðri að vetrar- lagi: Nú eru veðrin hvöss og hörð, hristist prestsins hjálfi; Móalingur, loft, sjór, jörð, leikur á reiðiskjálfi. Kveðið um Móaling: Þú hefur borið, Mósi, mig í mörgu ferðabramli, ennþá stíg eg upp á þig, auminginn minn gamli. Eitt sinn kom séra Magnús innan af Akureyri. Þá er hann kom út á Árskógsströndina, var farið að dimma af nótt. Þetta var snemnra vetrar. Þá er hann reið yfir Svarfaðardalsá niður undan Sökku, er mælt, að hann hafi ort vísur þessar: Dimmt mér þótti Dals við á, dró af gaman að hálfu; ) Eflaust Klaufabrekknakoti. J. Jóh.

x

Gríma

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Gríma
https://timarit.is/publication/1422

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.