Gríma - 01.09.1943, Síða 40

Gríma - 01.09.1943, Síða 40
38 SNJÓFLÓÐIN í HVANNEYRARHREPPI [Grima þetta leyti í þjónustu O. Tynes útgerðarmanns á Siglufirði um tíma, meðan hann var utanlands, ann- aðist skipaafgreiðslu Björgvinar-félagsins o. fl. Eg vann í skrifstofu hans við Aðalgötu meginhluta dags- ins, en oftast var þó lítið að gera þar í illviðrum, svo að eg fór sjaldnast snemma á morgnana þangað, enda var eg haltur og átti óhægt um gang. Þenna morgun fór eg að heiman frá mér, úr Suðurgötu 32, kl. rúm- lega níu árdegis. Það var kafaófærð út Suðurgötuna og hríðin svo dirnm, að eigi sá niður fyrir bakkann af götunni, sem liggur þar eftir bakkabrúninni. Þar sem hús Baldvins Hallssonar stendur nú (Suð- urg. 22), stóð þá lítill timburskúr, nefndur Elluskúr í daglegu tali. Þar bjó Elín Jóhannsdóttir, ekkja Vig- fúsar Árnasonar frá Teigum, með börnum þeirra hin- um yngstu. Skúrinn var ekki stærri en það, að þar var eitt íbúðarherbergi og eldhúskytra. Þegar eg kom á móts við skúrinn, tók eg eftir því, að hann fenntur í kaf eða því sem næst; sá rétt aðeins á suðurhornið, en dyr og gluggar komnir í kaf. Hafði skeflt fram af brekkunni, sem var á bak við kofann, og skaflinn lagt rétt yfir hann. Eg stanzaði þarna augnablik og sá þeg- ar, að nauðsyn bæri til að moka frá skúrnum og bjarga fólkinu þaðan. Eg vissi þá ekki, að fólkið hafði skriðið út um gluggann, áður en hann var fenntur í kaf. — Meðan eg stóð þarna, rofaði til lítið eitt, svo að eg sá, — en þó óglöggt, — niður á Tynesbryggjurnar, sem voru þarna beint niður undan. Sá eg þar nokkra menn vera að hagræða vélbát við bryggjuna og sýnd- ist mér hann vera eitthvað brotinn. Þar áttu að vera bundnir tveir uppskipunarbátar, sem Tynes átti ,og höfðu þeir verið þar óskemmdir kvöldið áður, en nti sá eg ekki nema annan þeirra. Eg brauzt því gegnum
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84

x

Gríma

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Gríma
https://timarit.is/publication/1422

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.