Gríma - 01.09.1943, Page 50
48 SNJÓFLÓÐIN í HVANNEYRARHREITI [Gríma
Einars bónda, brotnað, og lá þekjan á brotunum yfir
brjóst Einars. Hafði bringubeinið nrarizt mjög undan
þunganum og gengið inn, og hefur Einar aldrei orðið
samur maður að heilsu eftir.
Eg fékk nú þarna skýringu á því, hvers vegna Guð-
mundur Skarphéðinsson hafði talið, að allt Neðri-
Skútu-fólkið hefði farizt, en að því svo síðar varð
bjargað. Flokkur sá, sem með Guðmundi fór, sá að
baðstofan og allur bærinn var horfinn. Töldu þeir
víst, að annað tveggja hefði fólkið allt kafnað strax,
eða þá að allt liefði sópazt burtu með flóðinu og út
í sjó, því að ekki var auðvelt að greina, hvað burt hafði
sópazt og hvað eftir orðið af húsunum, þar sem allt var
í kafi undir snjódyngjunni þarna í jaðri flóðsins. Þeir
liöfðu haft með sér nokkrar skóílur og mokað í bað-
stofurústirnar. Heyrði fólkið moksturinn og manna-
rnálið. En þeir mokuðu eigi nógu djúpt. Varð það
fólkinu hin þyngsta raun, er það heyrði þá hætta og
ganga burtu, og missti það þá alla von um björgun.
— Þegar leitarmennirnir komu niður á Skútugrand-
ann, gengu fjórir þeirra síðastir; voru það Dúi Stef-
ánsson, Björn Jóhannsson, Even Johansen, norskur
maður, sem nú býr í Ósló, og Sveinn Jóhannesson. —
Allt í einu stingur Björn fótum við og segir: „Eg sný
við. Það er óafsakanlegt að fara svona heim. Það er
ekki búið að leita nóg þarna í Skútu'1.1) Hinir féllust
strax á það að snúa aftur með Birni, en aðrir leitar-
manna voru komnir nokkru lengra, og náðu þeir ekki
að kalla til þeirra, en þeir Árbakka- og Landamóta-
menn fóru með þeim aftur út eftir. Þeir byrjuðu svo
strax að grafa niður á baðstofuþekjuna og liöfðu eigi
i) Sögn þessi er orðrétt eftir Dúa heitnum Stcfánssyni.