Gríma - 01.09.1943, Blaðsíða 52

Gríma - 01.09.1943, Blaðsíða 52
50 SNJÓFLÓÐIN í HVANNEYRARHREl’PI [Gríma óvanur göngu, treystist ekki til þess að ganga fram fyrir, sem er alllangt. Hann vildi þó óðfús koma til hjálpar. Fékk hann svo fylgdarmennina til þess að freista að bera sig yfir sandana (Leirurnar) fyrir fjarð- arbotninn, en þeir voru fullir af krapstellu og svo var aðfall sjávar. Ferð þeirra gekk sæmilega fyrst í stað, því að grunnt var við vesturlandið, en dýpra að austan. Þó reyndist erfitt að brjótast í gegnum krapstelluna og seinfært mjög. Þeir komust með lækninn rúmlega á miðja leið, en þá var fallið svo að, að krapelgurinn tók þeim í mitti. Læknirinn var heilsuveill og þoldi þetta ekki. Urðu þeir að snúa við, og tók Páll í Lind- arbrekku lækninn síðast á bak sér; komust þeir aftur til vesturlandsins við illan leik, en tveir eða þrír þeirra brutust einhvern veginn austur yfir með meðul, og var Einar Kristjánsson lyfjasveinn einn þeirra. Hann var þá hjá lækninum, og gaf læknir honum fyrirskip- anir um notkun þeirra. Meðulin komu að góðu haldi, og hresstist fólkið furðu fljótt við ágæta hjúkrun, sem það fékk. Morguninn eftir var veðrið miklu betra; fór læknirinn þá yfir um á skíðum, og tókst ferðin vel. I snjóflóðinu höfðu farizt þær þrjár fjölskyldur, sem að framan getur: Sæthershjónin, Friðbjörn Jónsson, kona hans og fóstursonur þeirra, Alfreð Alfreðsson, 8 ára gamall. Faðir hans var norskur. Einnig fórst Bene- dikt Jónsson, kona hans og tvær dætur þeirra, eða alls níu manneskjur. Af húsum hafði farið Evangersverk- smiðjan með vélum og tækjum, og var hún aðeins fárra ára gömul og talin vera eftir kröfum tímans og vönduð að öllu leyti. Þá fóru einnig þar verkafólks- húsið, skrifstofuhúsið og tvö geymsluhús stór, svo og síldarpallar og bryggjur, sem að vísu höfðu verið tekn- ar upp að nokkru um haustið, en timbrið, sem upp
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84

x

Gríma

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Gríma
https://timarit.is/publication/1422

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.