Gríma - 01.09.1943, Page 54

Gríma - 01.09.1943, Page 54
52 SNJÓFLÓÐIN í HVANNEYRARHREPPI [Gríma trjáviði í fjarðarbotninum innanverðum (Leirunum), að kalla mátti, að gengið yrði þurrum fótum á timbr- inu þar þvert yfir fjörðinn. Var þar m. a. í heilu lagi rishæðin af einu húsi O. Evangers, full að nýjum síld- artunnum. Eftir hríðina dróst svo allt þetta mikla rekald út af Leirunum; var mestu af því bjargað á land á Siglunesi og það síðar selt þar á uppboði. Hríðina birti upp laugardaginn íyrir pálmasunnu- dag. Var þá strax hafin leit að líkum þeirra, sem fór- ust í snjóflóðinu, og var leitinni haldið áfram um hverja fjöru dag og nótt í nærfellt hálfan mánuð, af mörgum mönnunr. Á pálmasunnudag var sólskin og ágætisveður. Þá fannst lík Sæthers sunnan við svo- nefnt „Anlæg“, timburhólmann suður á Leirunni.. Það var í rúminu, sem hann hafði háttað í um kvöld- ið fyrir snjóflóðið. Lá hann á bakið eins og hann væri sofandi, með hendur samanlagðar á brjóstinu. Sást hvergi minnsti áverki á líki hans, nema örlítið gat efst á enninu. Fullyrti læknirinn, er hann hafði skoðað líkið, að Sæther hefði dáið í svefni og með svo skjótri svipan af högginu, eins og skot hefði orðið honum að bana. — Næsta morgun fannst svo lík Benedikts Gabrí- els og annarrar dóttur hans; síðar lík Guðrúnar konu hans, og á þriðjudaginn lík Guðrúnar Jónsdóttur, og enn síðar lík annarrar dóttur Benedikts. Lík frú Luise Sæther fannst síðast, eða eftir rúma viku, að mig minn- ir, en lík Friðbjarnar og drengsins, fóstursonar hans, fundust aldrei. Hugðum við lengi vel, að þau mundu liggja innan um vélabrotin og spýtnabrakið í síldar- þrónni, en það tók margra vikna vinnu að hreinsa þar til. Þegar það loks hafði verið gert, kom í ljós, að þau höfðu ekki staðnæmzt þar. Hafa þau sennilega flutzt

x

Gríma

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Gríma
https://timarit.is/publication/1422

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.