Gríma - 01.09.1943, Side 55

Gríma - 01.09.1943, Side 55
Gríma] SNJÓFLÓÐIN í HVANNEYRARHREPPI 53 strax fram í sjó og sandorpizt þar, e .t. v. undir ein- hverju af járnadraslinu úr vélum verksmiðjunnar. Hreppstjórinn samdi við nokkra menn um það, að bjarga timbrinu, sem rekið hafði á Siglunesi, og var eg einn þeirra. Fórum við þangað og unnum að Ijjörguninni í þrjá eða fjóra daga, ásamt Siglunes- mönnum. Var það illt verk og hættusamt, því að snjó- hengjur, margra mannhæða háar, hafði lagt framan í bakkana þar, og náðu þær á sumum stöðum fram í sjóinn, sem hafði grafið undan þeim, en undir þessum sköflum var fullt af timbri. Hengjurnar voru alltaf að springa og falla niður, og lá oft við, að sumir okkar yrðu undir þeim. Björgunin slarkaðist þó af slysa- laust. — Timbrið var síðar selt á uppboði, ásamt meiru af slíku, sem lá raunar alls staðar umhverfis Siglufjörð eftir sjóflóðið. — Felmti miklum sló á allt fólk á bæjunum austan Siglufjarðar og þorði það ekki að haldast við þar. Flutti Sigurhjörtur á Staðarhóli þaðan með fólk sitt einn næstu daga yfir í bæinn, og síðar Jón Friðriksson frá Efri-Skútu. Jón var kvæntur Sigríði dóttur Frið- bjarnar, sem fórst í snjóflóðinu. — Hvorugum þessara bæja liefði þó verið hætta búin. Fólkið í Neðri-Skútu var flutt yfir í bæinn strax, þegar það var flutnings- fært, og var því útveguð íbúð í einu af húsum Bakke- vigs síldarkaupmanns, sem stóð autt. Var að því hlynnt af bæjarmönnum eftir föngum, sem og raunar öllu því fólki, er þess þurfti, og sýndu Siglfirðingar mikla fórnfýsi og mannlund í sambandi við slys þessi öll. — b. Snjóflóðið á Siglunesi. Á pálmasunnudag féll allbreitt snjóflóð úr Siglu- nesnúp, yfir túnið á Siglunesi sunnanvert og á sjó út.

x

Gríma

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Gríma
https://timarit.is/publication/1422

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.