Gríma - 01.09.1943, Page 58

Gríma - 01.09.1943, Page 58
56 SNJÓFLÓÐIN í HVANNEYRARHREPPI [Gríma Norður á túninu á Ámá stóðu fjárhúsin á tveimur hólum í túninu, heimar lambhús og hrútakofi, en norðar ærhúsið með um 40 ám. — Um þrjúleytið var Ásgrímur sonur þeirra Ámárhjóna, 24 ára, að gefa ánum, er stórt snjóflóð féll úr hnjúknum norðan við Ámárskálina og með svo skjótri svipan, að hann varð eigi var við. Fyllti snjóflóðið hið djúpa gil, og mun gilið hafa bjargað bænum. Síðan skall það yfir bæði fjárhúsin og austur yfir ána, heim á hlað á Möðruvöll- um og hefði sennilega grandað mönnum, ef byggð hefði verið þar. Lambhúsið sneri gafli að fjallinu, og var heyið ofan við það. Snjóflóðið tók heyið, flutti það mest eða allt yfir húsið, og dreifðist það með snjóflóðinu víða vegu; braut flóðið stafninn úr húsinu og fyllti alla miðju þess af snjó upp undir rjáfur, en dálítið bil var ófyllt út við veggina beggja vegna; fundust lömbin þar lifandi og óskemmd. Einnig voru hrútar þeir, sem í kofanum voru, lifandi, en einn af þeim var nokkuð lemstraður. Ærhúsið sneri hliðinni að fjallinu. Það hafði brotn- að inn undan flóðinu, fallið ofan á féð og fyllzt jafn- framt. Hafði ein ærin, sem átti að bera næsta dag, spýtzt með flóðinu út um húsdyrnar og lá dauð ofan á því nokkrum föðmum þar fyrir neðan. Djúp hey- tótt var við húsið, og hafði flóðið tekið heyið niður að veggjum og fyllt tóttina. Þar fannst Ásgrímur örendur daginn eftir, undir stórunr heykleggja. Heima á Ámá varð fólkið strax vart við snjóflóðið, er það féll, en það gat eigi vitað, í hvoru húsinu Ás- grímur hefði verið. Var strax gengið að því að moka upp ærhúsið, en það reyndist ókleift að sinni, því að þá var enn komin stórhríð. Þó náðust þá um kvöldið sex eða sjö ær, en allar meira og minna lemstraðar.

x

Gríma

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Gríma
https://timarit.is/publication/1422

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.