Gríma - 01.09.1943, Side 60

Gríma - 01.09.1943, Side 60
58 SNJÓFLÓÐIN í HVANNEYRARHREPJPI [Gríma hans vai' bundinn við bryggju, og hélt hann og skip- verjar hans til í honum. Þegar snjóflóðið féll, vökn- uðu þeir við ósköpin, sem á gengu, og gátu þeir gefið glögga vitneskju um tímann, þegar snjóflóðið féll, og að nokkru um kraft þess. Skafti lagði af stað héðan heimleiðis á miðvikudag- inn fyrir skírdag. Var þá bjart veður og gott. Þegar þeir fóru fyrir Úlfsdali, furðaði Skafta, sem er maður athugull, mjög á því, að á Engidal sást ekki reykur né neitt annað lífsmark, og eigi gátu þeir heldur greint bæinn, sem blasir þó alveg við af bátaleið. Vaknaði strax hjá Skafta grunur um, að eigi væri þar allt með felldu. Brim var nokkurt, og lendingar eru slæmar í Dölunum, svo að eigi var unnt að ná þar sambandi við land. Tók Skafti þann kostinn, að hann fór í Haga- nesvík og sínraði þaðan til Siglufjarðar og skýrði frá grun sínum. Það var þegar brugðið viðogbátur sendur með menn úr Siglufirði vestur eftir. Tveir af mönnunum komu um hæl til baka og höfðu þau hörmulegu tíðindi að flytja, að snjóflóð hefði fallið yfir bæinn í Engidal, tekið hann af með öllu eða brotið og að þar mundi ekkert lífs eftir vera. Hinir mennirnir, sem vestur eft- ir fóru, unnu að því undir stjórn Gunnlaugs Þorfinns- sonar að rnoka upp bæjarrústirnar, en með því að kvöld var komið, er sendimennirnir komu til Siglu- f jarðar, var frestað að senda fleiri menn, en undirbúið að senda þá af stað vestur eftir í birtingu morguninn eftir, og var það gert. Þeir Gunnlaugur unnu að upp- greftinum um daginn, kvöldið og um nóttina franr til kl. fjögur. Var þarna hryllileg aðkoma og það svo, að kjarkaðir karlmenn, sem við verkið unnu, gátu þar eigi við haldizt, sumir hverjir. Þak baðstofunnar hafði

x

Gríma

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Gríma
https://timarit.is/publication/1422

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.