Gríma - 01.09.1943, Page 67

Gríma - 01.09.1943, Page 67
Gríma] SAGNIR GÍSLA ÓLAI SSONAR C5 Það varð dálítið hark af því, þegar eg rak mig á hurð- ina, svo að konan mín vaknaði við það. Eg fór svo inn aftur og lokaði stofuhurðinni. Konan var þá vakandi og spurði mig, hvað eiginlega gengi á fyrir mér, því að eg sagði víst eitthvað ljótt, en til þess að hún yrði ekki hrædd, sagði eg henni, að eg hefði verið að reka kött- inn fram. Eg lá nú góða stund vakandi og var að hugsa um þessa einkennilegu stúlkuheimsókn. Eg hafði haft nægilegt tækifæri til þess að virða hana fyrir mér svo gaumgæfilega, að eg var alveg viss um, að það var eng- in heimastúlknanna né heldur af bæjunum þarna í kring, enda harla ólíklegt, að nokkur stúlka af nálæg- um bæjum væri á ferð um miðja nótt, og það á sjálfa jólanóttina. — Svo hafði líka búningur stúlkunnar verið svo frábrugðinn búningi nútímastúlkna og auk þess fremur tötralegur. Nei, því lengur sem eg hugs- aði um þetta, því sannfærðari varð eg um það, að stúlkan væri ekki þarna úr sveitinni, og eg var eigin- lega farinn að hugsa, að eg hefði þarna séð vofu, en móti því mælti svo hitt, að eg var alls ekki skyggn og hafði áður aldrei séð eða heyrt neitt dulrænt. — Það var ekki trútt um, að mér rynni kalt vatn milli skinns og hörunds, þegar eg var að hugsa um þetta, því að eg er mjög myrkfælinn. Auðvitað hafði konan mín sofn- að strax. Eg var að hugsa um að vekja hana, en hún og barnið sváfu vært, og hún var fremur ístöðulítil, svo að eg vissi, að hún mundi verða hrædd, og eg fékk mig ekki til að vekja hana. Eg sofnaði svo út frá þessum hugleiðingum mínum eftir dálitla stund. Þegar eg hafði sofið nokkra stund, hrökk eg upp við það, að stofuhurðin var opnuð í hálfa gátt. Eg var strax glaðvakandi og sé eg þá, að sama stelpan stendur

x

Gríma

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Gríma
https://timarit.is/publication/1422

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.