Gríma - 01.09.1943, Page 69

Gríma - 01.09.1943, Page 69
Gríma] SAGNIR GÍSLA ÓLAFSSONAR 67 Við Stefán þágum veitingar á Skeggstöðum, og á meðan segir Hólmfríður húsfreyja okkur frá því, að sig hafi dreymt um nóttina, að hún væri frammi í búri sínu. Þykir henni þá koma þar inn stelpukind og lýsir hún henni nákvæmlega eins og þeirri, sem eg hafði séð um nóttina, nema hvað Hólmfríður nefnir ekki sveðjuna. Þykir henni stelpan koma inn á gólfið og fara að tína þar af sér leppana, og að síðustu er hún þarna berstrípuð. Var Hólmfríði illa við þessar tiltekt- ir stelpunnar, og fannst henni í svefninum setja að sér óhugnan við þetta, og eimdi enn af þeirri kennd, er hún vaknaði. — Eg segi strax: „Nú, þetta er sama stelpan, sem var að ásækja mig í nótt.“ Sagði eg svo frá, hvað fyrir mig hefði borið, en eg gleymdi að geta um sveðjuna. Þá anzar Margrét gamla til: „Þetta hefur verið Ábæjarskotta! Eg ætti nú að þekkja hana á lýs- ingunni, en var hún ekki með hnífinn, sem hún skar sig með á háls?“ — Þá rifjast upp fyrir mér sveðjan, sem eg sá í hendinni á stelpunni um nóttina, og eg sagði Margrétu frá því. Sagði hún, að það kæmi alveg heim við lýsingar þær, sem hún hefði fengið af Skottu í ung- dæmi sínu. Taldi fólkið á Skeggstöðum líklegt, að einhver myndi koma bráðlega, sem Skotta fylgdi. Það varð þó ekki. Við fórum svo og sóttum Skjóna. Var hann á slétt- um grundum þar fram í dalnum, og aðgættum við gaumgæfilega, hvort þar fyndist nokkurs staðar gjóta eða sprunga, sem hesturinn hefði getað fest sig í, en við urðum einkis slíks varir, sem skýrt gæti, á hvern hátt Iiann hefði getað slasazt. Við komum hestinum lieim, og var Jón læknir á Blönduósi fenginn til að búa um meiðslið, er líktist helzt því, að skorið hefði verið þvert yfir fót hestsins með beittum hníf. Meiðslið 5*

x

Gríma

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Gríma
https://timarit.is/publication/1422

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.