Gríma - 01.09.1943, Síða 71

Gríma - 01.09.1943, Síða 71
Gríma] SAGNIR GÍSLA ÓLAFSSONAR 69 og eg var vanur að nefna hana. Eg áttaði mig þó brátt og gerði með sjálfum mér ráð fyrir því, að það, hve þær systurnar höfðu verið líkar, hefði villt mig, og að auðvitað hlyti þetta að vera Hólmfríður. — Eg byrjaði svo að lesa upp ferskeytlur eftir sjálfan mig, en eg ásetti mér að ná tali af Hólmfríði strax að skemmtun- inni lokinni. Meðan eg var að lesa upp ferskeytlurnar, tók eg eft- ir því, að Fríða og stallsystir hennar voru að hvíslast á, og eg heyrði jafnvel að Fríða sagði: „Þessa kann eg áður. — Þessa á eg uppskrifaða. — Þessa hef eg ekki lieyrt fyrr.“ Hin stúlkan virtist kannast við fáar einar af vísunum, en lét hins vegar í ljós, að henni geðjuðust þær vel. — Eitt sinn hneigði Fríða höfði til mín, er hún sá að eg horfði á þær. Þegar eg hafði lokið upplestrinum og fólkið fór að tínast út, hafði eg auga á stúlkum þessum. Eg sá að þær risu úr sætum og gengu fram salinn, og eg hraðaði mér á eftir þeim. Samkomusalurinn í Varðarhúsinu var uppi á lofti í suðurenda, en forstofa og stiginn nið- ur í norðurendanum. Þegar eg kom fram í forstofuna, sá eg að stúlkurnar báðar biðu þar við stigann. Eg gekk til Fríðu og heilsaði henni. Hún fagnaði mér vel og kynnti fyrir mér hina stúlkuna sem vinkonu sína af Austurlandi, en nafni hennar hef eg nú gleymt. — Eg nefndi eigi nafn Hólmfríðar þarna, en alltaf fannst mér þetta vera Stína, en ekki Fríða, þótt eg vissi vel, að þetta hlyti að vera Hólmfríður, þar sem Stína var lát- in. — Báðar stúlkurnar létu í ljós ánægju yfir skemmt- uninni og hældu mér fyrir vísur mínar. Við urðum öll þrjú samferða niður stigann þannig, að Hólmfríður gekk í miðið og hélt annarri hendi í hönd mína, en hinni í hönd stúlkunnar, vinkonu sinnar. — Hólm-
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84

x

Gríma

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Gríma
https://timarit.is/publication/1422

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.