Gríma - 01.09.1943, Page 73

Gríma - 01.09.1943, Page 73
Gríma] SAGNIR GÍSLA ÓLAFSSONAR 71 svo úr Reykjavík, að eg heimsækti sig ekki. — Eg sagði henni, að svo hefði ekki verið; — „eg ætlaði vissulega að efna loforð mitt, sem eg gaf þér í Varðarhúsinu, en eg var búinn að gleyma heimilisfanginu, sem þú gafst mér upp þar.“ — „Sem eg gaf þér upp?“ segir Hólm- fríður mjög undrandi. „En góði Gísli, eg hef ekki get- að gefið þér upp, hvar eg bý, því að eg hef ekki séð þig allan þenna langa tíma, sem þú ert búinn að dvelja hérna í Reykjavík." — „Jú,“ sagði eg, „manstu ekki, að eg heilsaði þér og talaði við þig í forstofunni í Varðarhúsinu og ætlaði þá með þér heim til þín, en þá tók maður (og eg nefndi manninn) mig með sér. Manstu ekki að hann sagði, að það væri nú raunar synd, að taka mig frá þér og henni vinkonu þinni þarna að austan, sem með þér var?“ — „Eg held þú sért ekki með sjálfum þér, Gísli,“ sagði Hólmfríður. „Eg hef ekki séð þig fyrr í vetur. Hvenær átti þetta að hafa verið, og hver segir þú að hafi verið með mér?“ — „Þetta var fyrir réttum hálfum mánuði, þegar eg las upp í Varðarhúsinu. Það var með þér vinstúlka þín austan af landi, ljómandi lagleg stúlka. Þú kynntir hana fyrir mér. Þið sátuð saman skammt frá mér, meðan eg las upp, og voruð að hvíslast á. Mér sýndist fyrst, að það vera hún Kristín sáluga systir þín, en svo mundi eg eítir því, að hún var dáin og að þið voruð svo líkar.“ — Hólmfríði setti hljóða og hún horfði al- varlega á mig um stund. Loks segir hún: „Eg segi þér satt, Gísli; eg kom ekki í Varðarhúsið þetta kvöld, en eg ætlaði þangað. Við hjónin vorum að fara af stað þangað til að hlusta á þig, en þá kom frændkona mannsins míns, langt að komin, svo að við urðum að hætta við það. Eg var mjög leið yfir því, því að eg hafði hlakkað mjög mikið til að heyra þig lesa upp. En

x

Gríma

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Gríma
https://timarit.is/publication/1422

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.