Gríma - 01.09.1943, Side 76

Gríma - 01.09.1943, Side 76
74 SAGNIR GÍSLA ÓLAFSSONAR [Grfma myndarlegur; var hann snöggklæddur, í hvítri eða mjög ljósri skyrtu, og veitti eg því eftirtekt, að í skyrtuermunum voru stórir, kúlulagaðir víravirkis- hnappar úr silfri, sérkennilegir nokkuð. Eg drap fingr- um á bílrúðuna, og vatt bílstjórinn hana þegar niður. Eg spurði hann, hvort hann gæti ekið okkur heim, og játaði hann því. í þessu kom Soffía þarna að. — „Nei, Steini! Ert það þú?“ sagði hún, og það var í senn bæði undrun og gleði í röddinni. „Já,“ sagði bílstjórinn, „og ert þetta þú, Soffía? En hvað nú er langt síðan að við höfum sézt! Jú, eg held eg aki þér heim. Komdu inn í bílinn. Þú situr hérna í framsætinu hjá mér.“ — Soffía settist svo inn hjá bílstjóranum, og við Ásta í aftursætið. — „Hvar áttu heima nú?“ spurði bílstjór- inn Soffíu. Elún sagði honum það, og hann ók þegar af stað inn Hverfisgötuna. Þau töluðust hljótt við þá litlu stund, sem það tók að aka þangað. Þau virtust vera vel kunnug og mjög ánægð yfir því, að fundum þeirra hafði borið saman þarna óvænt. En leiðin var stutt inn Hverfisgötuna, og fyrr en varði vorum við komin að heimili Soffíu. — „Þú kemur nú líklega inn, Steini, og drekkur kaffisopa með okkur,“ sagði Soffía. — Nei, hann kvaðst ekki mega vera að því og svo þyrfti hann líka að koma okkur Ástu heim til okkar. Soffía vildi greiða honum fyrir aksturinn, en við það var ekki komandi. Við kvöddum Soffíu, og bað hún okkur Ástu að koma daginn eftir og drekka hjá sér kaffi og bílstjórann bað hún endilega að heimsækja sig bráð- lega; tók hann vel í það, þegar hann hefði tíma til þess. Þegar bílstjórinn og við höfðum kvatt Soffíu, spurði hann, hvert hann ætti að aka. Ásta gaf honum upp heimilisfang sitt, og ók hann þangað. Hún vildi einn-

x

Gríma

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Gríma
https://timarit.is/publication/1422

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.