Gríma - 01.09.1943, Blaðsíða 76

Gríma - 01.09.1943, Blaðsíða 76
74 SAGNIR GÍSLA ÓLAFSSONAR [Grfma myndarlegur; var hann snöggklæddur, í hvítri eða mjög ljósri skyrtu, og veitti eg því eftirtekt, að í skyrtuermunum voru stórir, kúlulagaðir víravirkis- hnappar úr silfri, sérkennilegir nokkuð. Eg drap fingr- um á bílrúðuna, og vatt bílstjórinn hana þegar niður. Eg spurði hann, hvort hann gæti ekið okkur heim, og játaði hann því. í þessu kom Soffía þarna að. — „Nei, Steini! Ert það þú?“ sagði hún, og það var í senn bæði undrun og gleði í röddinni. „Já,“ sagði bílstjórinn, „og ert þetta þú, Soffía? En hvað nú er langt síðan að við höfum sézt! Jú, eg held eg aki þér heim. Komdu inn í bílinn. Þú situr hérna í framsætinu hjá mér.“ — Soffía settist svo inn hjá bílstjóranum, og við Ásta í aftursætið. — „Hvar áttu heima nú?“ spurði bílstjór- inn Soffíu. Elún sagði honum það, og hann ók þegar af stað inn Hverfisgötuna. Þau töluðust hljótt við þá litlu stund, sem það tók að aka þangað. Þau virtust vera vel kunnug og mjög ánægð yfir því, að fundum þeirra hafði borið saman þarna óvænt. En leiðin var stutt inn Hverfisgötuna, og fyrr en varði vorum við komin að heimili Soffíu. — „Þú kemur nú líklega inn, Steini, og drekkur kaffisopa með okkur,“ sagði Soffía. — Nei, hann kvaðst ekki mega vera að því og svo þyrfti hann líka að koma okkur Ástu heim til okkar. Soffía vildi greiða honum fyrir aksturinn, en við það var ekki komandi. Við kvöddum Soffíu, og bað hún okkur Ástu að koma daginn eftir og drekka hjá sér kaffi og bílstjórann bað hún endilega að heimsækja sig bráð- lega; tók hann vel í það, þegar hann hefði tíma til þess. Þegar bílstjórinn og við höfðum kvatt Soffíu, spurði hann, hvert hann ætti að aka. Ásta gaf honum upp heimilisfang sitt, og ók hann þangað. Hún vildi einn-
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84

x

Gríma

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Gríma
https://timarit.is/publication/1422

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.