Gríma - 01.09.1943, Side 78

Gríma - 01.09.1943, Side 78
76 SAGNIR GÍSLA ÓLAFSSONAR [Gríma gærkvöldi,“ spurði hann. Eg sagði honum, að eg hefði látið aka mér heim í bíl. Hann furðaði sig á því, að hann hefði ekki heyrt í bílnum. „Hvaða bíll kom með þig?“ — Eg sagði honum, að það hefði verið ljósbrún drossía frá bílastöð, sem eg nafngreindi, og að bílstjór- inn hefði verið kallaður Steini, — líklega heitið Þor- steinn. Húsráðandi minn hafði um mörg ár haft at- vinnu við benzín-útsölu í Reykjavík og þekkti því alla bílstjóra, eða flesta þeirra. Hann segir nú: „Eg þekki nú alla bílstjórana í bílastöðinni, sem þú nefndir, en það er enginn þar, sem heitir Steini, en hjá Steindóri er einn, sem er kallaður Steini. Eg man ekki heldur eftir ljósbrúnum bíl á bílastöðinni, sem þú nefndir. Varstu nokkuð undir áhrifum víns, svo að þetta hafi ruglazt í þér?“ — Eg sagði honum, að eg hefði ekki bragðað áfengi í marga daga, og það var satt. Við skildum svo. Eg tók kápuna mína og skóhlífarnar í forstofunni; kápan var alveg þurr og skóhlífarnar hreinar. — — Síðara hluta dagsins fór eg í kaffið til Soffíu. — Ásta var þar fyrir. Þær tóku mér glaðlega að vanda, og Soffía fór strax að leggja á borðið. Meðan hún var að því, sagði hún við mig: „Þú fórst laglega að ráði þínu, Gísli, í gærkveldi við okkur Ástu“. — „Nú, hvernig þá“ svaraði eg. — „Að hlaupa frá okkur niður við Iðnó í hellirigningunni. Þú varst allt í einu horfinn, og við stóðum þarna eftir í óveðrinu og héldum, að þú værir að ná í bíl, eins og þú talaðir um, en svo komst þú aldrei aftur, og við neyddumst til að ganga heim og komumst heim hraktar og holdvotar,“ sagði Soffía, og Ásta tók undir þetta. — „Nú, hvað gengur eiginlega að ykkur báðum?“ sagði eg, „eruð þið eitthvað miður ykkar? Eða eruð þið búnar að gleyma því, að okkur

x

Gríma

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Gríma
https://timarit.is/publication/1422

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.