Gríma - 01.09.1943, Page 79
Gríma]
SAGNIR GÍSLA ÓLAFSSONAR
77
var öllum ekið heim í bíl, — Ijósbrúnum bíl frá
......bílastöðinni,“ — og eg nefndi nafn stöðvarinn-
ar. — „Eg fer nú að halda, að það sért þú, Gísli minn,
sem ekki ert með sjálfum þér“, sagði Ásta, „fötin okk-
ar sýna sig, því að þau eru ekki orðin þurr enn“. —
Eg lýsti nú bæði bílnum og bílstjóranum eins vel og
eg gat og bætti svo við: ,,Og þú, Soffía, sem þekktir
bann svo vel og nefndir bann alltaf Steina. Þú sazt í
framsætinu bjá honum, en Ásta í aftursætinu hjá mér.
Þið virtust mjög glöð við að hittast og vera gamal-
kunnug, og þið voruð að bvíslast á eins og gömul kær-
ustupör. Vitaskuld létuð þið ekki okkur Ástu heyra,
hvað ykkur fór í milli. Tókstu ekki eftir því, að hann
var í hvítri eða ljósleitri milliskyrtu og með stóra víra-
virkishnappa, kúlulagaða, í ermunum?" — Soffía hafði
hellt kaffinu í bollana, og við sátunr yfir því, en vorum
ekki byrjuð að drekka það. Þegar eg nefndi víravirkis-
hnappana, hallaði hún sér fram á borðið og brast í
sáran grát. — Samtalið þagnaði strax. Við Ásta sátum
hæði þögul og undrandi og skildum ekkert í því, hvað
valdið gæti þessum geðhrifum Soffíu. — Efún stóð svo
upp frá borðinu og gekk grátandi fram í eldhúsið.
„Hvað gekk að Soffíu?“ spurði eg Ástu, þegar Soffía
var gengin fram. — ,,Þú spyrð mig þar um meira en
eg get svarað," sagði Ásta, ,,en þetta er ekki líkt Soffíu.
En Gísli, eg botna ekkert í þessu. Þú mátt til að trúa
mér; við vorum ekki í neinum bíl í gærkveldi; við
gengum heim í óveðrinu og urðum holdvotar. Reyndu
að átta þig á þessari vitleysu um bílinn, en annars skul-
um við ekki tala meira um þetta núna, vegna Soffíu“.
— Ásta fór svo fram til Soffíu, og eftir dálitla stund
komu þær báðar inn aftur. Soffía var grátbólgin og
mjög föl, og báðar voru þær fámæltar. Við drukkum