Gríma - 01.09.1943, Qupperneq 80
78
SAGNIR GÍSLA ÓLAFSSONAR
[Gríma
kaffið, en úr samræðum varð lítið, og glaðværð öll
var horfin. — Eg kvaddi því bráðlega og fór heim til
mín.
Um kvöldið var eg inni hjá húsráðanda. Hann braut
að fyrra bragði upp á að tala um bílinn og bílstjór-
ann. — Eg hef spurzt fyrir á öllum bílastöðvunum um
bílstjórann. Það er enginn Steini þar til, sem lýsing
þín geti átt við, en þó finnst mér eg kannast við lýs-
inguna. Lýstu honum aftur fyrir mér“. Eg lýsti nú
manninum enn fyrir honum og svo greinilega, sem
mér var unnt. — Húsráðandi hlýddi á lýsingu mína
með mikilli athygli. Hann sat hljóður um stund; svo
sagði hann: „Lýsing þín á í öllum minnstu atriðum
við einn bílstjóra, sem eg hef þekkt, en — hann er
dáinn. Hann ók fram af hafnarbakkanum fyrir nokkr-
um árum — í ljósbrúnum bíl, eins og þú lýsir bíln-
um, sem þú telur að hafi ekið þér í gærkveldi. Steini
var látinn, þegar bíllinn náðist upp, og hann var
snöggklæddur inni í honum, alveg eins og þú lýstir
honum áðan“. —
— Nokkrum dögum síðar hitti eg Ástu, og við tók-
urn tal saman. — „Hvernig datt þér í hug, Gísli, að
finna upp á allri þessari vitleysu, sem þú sagðir okkur
á dögunum um bílferðina?" sagði Ásta. — Eg sagði
henni, að það væri sannfæring mín, að það, sem eg
sagði þeim um það, hefði í öllum atriðum verið sann-
leikanum samkvæmt. Ásta taldi þetta fjarstæðu. „Þú
heldur því þó víst ekki fram í alvöru, að Soffía hafi
boðið þér og bílstjóranum í kaffið daginn eftir?“ —
Jú, eg hélt því fram. — „Nei“, sagði Ásta, „þú mátt
trúa mér til þess, að Soffía bjóst ekki við þér í kaffið,
af þeirri einföldu ástæðu, að hvorki hún eða eg skipti
orðum við þig, eftir að við misstum af þér niður við